13.6.2012 20:24:00
Elísa Björg Þorsteinsdóttir: Að mæla á íslensku

Fyrirlestur um Mælingu heimsins í Odda 22. nóvember

Elísa Björg Þorsteinsdóttir, þýðandi og kennari, mun fjalla um þýðingu sína á metsölubókinni Mæling heimsins eftir þýska rithöfundinn Daniel Kehlmann í fyrirlestraröðinni Þýðing öndvegisverka fimmtudaginn 22. nóvember nk. Bókin hefur trónað á toppi þýska metsölulistans vel á annað ár og verið ein af mest seldu skáldsögum á Íslandi frá því hún kom út í september á þessu ári. Hún var mest selda skáldsaga heimsins 2006.

Elísa Björg er reyndur þýðandi og mun í fyrirlestri sínum m.a. fjalla um frásagnarhátt bókarinnar en sagan er sögð í viðtengingarhætti. Fyrirlestur hennar fer fram í stofu 101 í Odda og hefst kl. 16:30 á fimmtudaginn. Allir velkomnir.





Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]