25.9.2013 23:55:00
Dagur þýðenda - 30. september kl, 15-17

Bandalag þýðenda og túlka (Þot) heldur alþjóðlegan Dag þýðenda 30. september hátíðlegan ár hvert, enda stofndagur félagsins. Í ár var brugðið á það ráð að fagna deginum í samvinnu við Þýðingafræðibraut Háskóla Íslands, sem á 10 ára afmæli um þessar mundir. Afmælisfagnaðurinn verður haldinn nk. mánudag kl. 15-17 í fyrirlestrasal HT101 á Háskólatorgi og þar verður leitast við að svara spurningunni „Er hægt að kenna þýðingar?“ (Háskólatorg má finna á þessu korti af háskólasvæðinu: http://www2.hi.is/page/stortkort en líka á kortinu neðst í fréttinni.)

Röð mælenda gæti tekið einhverjum breytingum og endanleg dagskrá verður auglýst sérstaklega þegar nær dregur:

Dagur þýðenda, 30. september 2013: „Er hægt að kenna þýðingar?“
Staður: HT101, hringstofan undir Háskólatorgi
Tími: 15-17


• Formaður Þot býður gesti velkomna
• Gauti Kristmannsson, prófessor: „Er hægt að kenna þýðingar? Tíu ára reynsla við Háskóla Íslands“
• Ástráður Eysteinsson, forseti Hugvísindasviðs HÍ: „Þýðingar til frambúðar“
• Guðrún Tuliníus, þýðandi og kennari
• Mazen Maarouf, þýðandi og ljóðskáld
• Birna Imsland, þýðandi og túlkur
• Salka Guðmundsdóttir, þýðandi og leikskáld
    
Léttar veitingar

Allir eru hjartanlega velkomnir og Bandalag þýðenda og túlka vonast til að sem flestir sjái sér fært að koma og fagna með okkur þessum merkisdegi.









Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]