29.10.2014 17:15:00
You are in Control
Alþjóðlega ráðstefnan You are in Control (YAIC) verður sett 17 í Bíó Paradís mánudaginn 3. nóvember og er þetta í sjöunda sinn sem ráðstefnan er haldin. Á ráðstefnunni mætast skapandi greinar: hönnun, tónlist, bókmenntir, tölvutækni, leiklist, kvikmyndagerð og myndlist. Í ár verður einkum fjallað um Skapandi samslátt (e. Creative Synergy) og áhersla lögð á fólk sem vinnur þvert á greinar, verkefni af því tagi og hvaða nýju tækifæri bjóðast með skapandi samslætti. Dagskrá ráðstefnunnar fer svo fram frá kl. 9:00 – 18:30 þriðjudaginn 4. nóvember. Smellið á krækjurnar til að sjá nánari dagskrá og fyrirlesara.
Miða er hægt að kaupa á youareincontrol.is/register-now en þeir kosta 7.900 kr. fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki og 12.500 kr. fyrir stærri stofnanir og fyrirtæki.
You Are In Control er skipulögð af Íslandsstofu í samstarfi við miðstöðvar skapandi greina: Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN), Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Hönnunarmiðstöð Íslands, Samtök íslenskra leikjaframleiðanda, Miðstöð íslenskra bókmennta, Leiklistasamband Íslands og Íslensku tónverkamiðstöðina.
Facebook-síða YAIC: https://www.facebook.com/youareincontrol?fref=ts
Um ráðstefnuna og aðrar upplýsingar um YAIC: http://youareincontrol.is/
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|