18.6.2012 19:32:00
FRÁ LETTERSTEDTSKA SJÓÐNUM

14. janúar 2009 - AUGLÝSING UM FERÐASTYRKI

Letterstedtski sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja norrænt samstarf og samstarf við  Eystrasaltsríkin á sviði rannsókna, lista, vísinda og fræða.

Íslandsdeild sjóðsins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum árið 2009 og er umsóknarfrestur til 15. febrúar n.k.

Ekki er um eiginlega námsstyrki að ræða, heldur koma þeir einir til greina, sem lokið hafa námi og hyggja á frekari rannsóknir eða þekkingaleit á starfssviði sínu, svo sem við rannsóknir á vísinda- eða fræðastofnun eða með þátttöku í fundum eða ráðstefnum.

Styrkir eru einungis veittir til ferða milli norrænu landanna og Eystrasaltsríkjanna, en hvorki til ferða innan landanna né til uppihalds.

Umsóknir með greinargóðum upplýsingum um tilgang fararinnar skal senda til ritara Íslandsdeildar Letterstedtska sjóðsins, Snjólaugar G. Ólafsdóttur, Vesturbrún 36, 104 Reykjavík, fyrir 15. febrúar nk.

Þór Magnússon, formaður Íslandsdeildar sjóðsins, veitir frekari upplýsingar í s.  551 5320 .

Upplýsingar um sjóðinn og styrkveitingar úr honum er og að finna á slóðinni: http://www.letterstedtska.org/anslag_2009.htm



Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]