17.7.2012 18:06:00
Art in Translation

Art in Translation er alþjóðleg ráðstefna sem haldin verður dagana 24.–26. maí í Norræna húsinu og Öskju. Listamenn og fræðimenn skoðaða ýmsa fleti á ritlist, bæði í fræðilegum erindum og listrænum gjörningum. Um 50 lista- og fræðimenn hvaðanæva úr heiminum hafa boðað komu sína.

Robin C. Hemley, sem stýrir ritsmiðju við Iowaháskóla, mun flytja opunarfyrirlestur á ráðstefnunni en aðrir fyrirlesarar verða m.a. Abé Mark Nornes, prófessor í asískum kvikmyndafræðum við Michiganháskóla og Calum Colvin myndlistarmaður og prófessor frá Skotlandi.

Ráðstefnan er skipulögð af Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands í samvinnu við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Norræna húsið, Háskólann í Manitoba, Reykjavík bókmenntaborg, Hugvísindastofnun HÍ, Þýðingasetur HÍ og Listahátíð í Reykjavík. Í tengslum við ráðstefnuna verða settar upp tvær myndlistarsýningar, á ljósmyndum Calums Colvin og á bókverkum myndlistarmanna.

Nánari upplýsingar og dagskrá er að finna á heimasíðu ráðstefnunnar og á heimasíðu Hugrásar.







Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]