17.7.2012 17:51:00
Þýðingahlaðborð 23. nóvember

Bandalag þýðenda og túlka reiðir fram árlegt Þýðingahlaðborð sitt miðvikudaginn 23. nóvember kl. 17. Að þessu sinni verður dagskráin haldin á efri hæð Bókabúðar Máls og menningar að Laugavegi 18.

Valinkunnir lesarar og þýðendur nokkurra nýútgefinna skáldverka verða á staðnum og lesa upp úr verkunum: Jón St. Kristjánsson les úr nýrri þýðingu sinni á hinu klassíska verki Jonathans Swift, Reisubók Gúllívers, Ingunn Ásdísardóttir les úr verðlaunabókinni Bavíaninn eftir Naju Marie Aidt, Páll Valsson les úr sænsku metsölubókinni Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf, Friðrik Rafnsson les úr átakasögunni Frönsk svíta eftir Irène Némirovsky, auk þess sem Charles Bukowski stígur fram á íslensku í nýrri þýðingu Hjördísar Sigurðardóttur á sjálfsævisögulegu skáldsögunni Hollywood.

Bækurnar fást á sérstökum kynningarafslætti í tilefni dagsins.

Allir eru velkomnir og hvattir til að koma og njóta nýrra íslenskra þýðinga á þessum öndvegisv


Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]