13.6.2012 21:04:00
„Frá Leiðarljósi til L'elisir - Fjölbreytt flóra sjónvarpsþýðinga“
Stutt erindi flytja:
Ellert Sigurbjörnsson: „Sérstaða sjónvarpsþýðandans.“
Nanna Gunnarsdóttir: „Snertifletir þýðingafræði og sjónvarpsþýðinga – Eiga kenningar við um þýðingu Leiðarljóss?“
Anna Hinriksdóttir: „Frá Leiðarljósi til L'elisir - Fjölbreytt flóra sjónvarpsþýðinga“
Miðvikudaginn 16. apríl kl. 12:15 í stofu 311 í Árnagarði
„Frá Leiðarljósi til L'elisir - Fjölbreytt flóra sjónvarpsþýðinga.“
Hádegisspjall Bandalags þýðenda og túlka og Þýðingaseturs Háskóla Íslands verður miðvikudaginn 16. apríl kl. 12.15 í stofu 311 í Árnagarði í Reykjavík.
Ellert Sigurbjörnsson: „Sérstaða sjónvarpsþýðandans.“
Rætt um nokkur atriði sem gera vinnubrögð við textagerð talsvert ólík bókaþýðingum. Þar kemur til sögu mikilvægi tíma, leshraða og annars konar uppsetning en tíðkast á bókum.
Nanna Gunnarsdóttir: „Snertifletir þýðingafræði og sjónvarpsþýðinga – Eiga kenningar við um þýðingu Leiðarljóss?“
Anna Hinriksdóttir: „Frá Leiðarljósi til L'elisir - Fjölbreytt flóra sjónvarpsþýðinga“ - Yfirferð um margvísleg textasnið og framsetningarmáta sem sjónvarpsþýðendur glíma við í starfi sínu.
Upplýsingar um fyrirlesara:
Ellert Sigurbjörnsson er yfirþýðandi hjá Ríkisútvarpinu og hefur starfað við sjónvarpsþýðingar frá sjöunda áratugnum. Eftir hann liggur m.a. kverið Mál og mynd þar sem farið er yfir helstu þætti skjátextaþýðinga á íslensku.
Nanna Gunnarsdóttir hefur verið viðloðandi Ríkisútvarpið frá 1982 á ýmsum deildum; auglýsingadeild, innkaupa- og markaðsdeild, dagskrárþulur á Rás 1 og fleira. Hún hefur verið sjónvarpsþýðandi að aðalstarfi frá því um 2000 og er nú í meistaranámi í hagnýtri ritstjórn og útgáfu við HÍ.
Anna Hinriksdóttir er meistaranemi í hagnýtri menningarmiðlun í Háskóla Íslands. Hún hefur unnið við dagskrárgerð og verkefnastjórnun hjá Ríkisútvarpi-Sjónvarpi, þýðingar fyrir sjónvarp, prentmiðla og Íslensku óperuna. Hún hefur verið vefstjóri utanríkisráðuneytisins frá 2001.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|