20.2.2013 17:45:00
Yfir saltan mar
Bókin Yfir saltan mar er komin út hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og
Háskólaútgáfunni. Bókin kemur út í tvímála ritröð stofnunarinnar og í
henni er að finna safn þýðinga á ljóðum argentínska ljóðskáldsins,
rithöfundarins og Íslandsvinarins Jorge Luis Borges. Þýðingarnar hafa
áður birst í blöðum og tímaritum og er þetta í fyrsta sinn sem þær eru
teknar saman og gefnar út í heild sinni.
Fjölmargir þýðendur hafa fengist við að snúa ljóðum Borgesar á íslensku og hafa sum ljóðin verið þýdd oftar en einu sinni. Lesendum gefst færi á að bera saman ólíkar þýðingar á sama texta. Ljóðaþýðingunum er fylgt úr hlaði með inngagni um ævi og yrkisefni Borgesar. Í bókinni er ennfremur að finna áður óbirta smásögu eftir Matthías Johannessen.
Er það von stofnunarinnar og ritstjóra að ljóðasafnið sem hér birtist nýtist öllum þeim sem áhuga hafa á bókmenntaarfi Rómönsku Ameríku og Argentínu sérstaklega.
Ritstjórar bókarinnar eru Hólmfríður Garðarsóttir, prófessor við Háskóla Íslands og Sigrún Á. Eiríksdóttir, þýðandi.
(Fengið af vef Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur)
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|