13.6.2012 21:55:00
Vel heppnað þýðingahlaðborð
Þýðingahlaðborð Bandalags þýðenda og túlka fór fram á Háskólatorgi þriðjudaginn 25. nóv. síðastliðinn og lásu þar eftirtaldir þýðendur úr verkum sínum: Ólafur Gunnarsson úr Á vegum úti eftir Jack Kerouac, Hjörleifur Sveinbjörnsson úr Apakóngurinn á Silkiveginum eftir ýmsa kínverska höfunda, Erla Erlendsdóttir og Kristín G. Jónsdóttir úr Svo fagurgrænar og frjósamar eftir ýmsa höfunda af spænskumælandi eyjum Karíbahafsins, Hjalti Snær Ægisson úr Í hendi Guðs eftir Niccoló Ammaniti og Ingunn Ásdísardóttir úr Hálf gul sól eftir Chimamanda Ngozi Adichie.
Samkoman var vel sótt og mæltist mjög vel fyrir.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|