29.9.2014 17:35:00
Málþing og útgáfa á alþjóðlegum degi þýðenda
30. september er alþjóðlegur dagur þýðenda og verður minnst með ýmsum hætti víða um heim. Hér á Íslandi heldur Bandalag þýðenda og túlka upp á daginn með málþinginu „Þýðingar og þjóðin“ í Iðnó þar sem fjallað verður um þýðingar frá ýmsum hliðum. Dagskráin hefst kl. 16.30 og er öllum opin, en nánari upplýsingar um hana má finna með því að smella hér.
Bandalag þýðenda og túlka var stofnað 30. september 2004 og í tilefni af 10 ára afmælinu var gefinn út bæklingurinn „Þýðingar – góðar og gildar“. Útgáfa hans var í samvinnu við American Translators Association, Bundesverband der Dolmetscher und Übersetzer, Institute of Translation & Interpreting og Syndicat national des traducteurs professionnels. Höfundur texta er Mark Richardson en Gauti Kristmannsson þýddi hann á íslensku. Bæklingurinn er leiðbeiningar fyrir kaupendur þýðinga og liggur frammi á málþinginu í Iðnó, en einnig verður hægt að nálgast hann síðar á heimasíðu félagsins
Við minnum einnig á "Mál og mynd", sjá hér.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|