17.7.2012 17:52:00
“Translation market(s) 2012 and beyond“

Fyrirlestur í Odda 6. janúar

Chris Durban, sem er virtur þýðandi frá frönsku yfir á ensku, flytur fyrirlestur um þýðingar í stofu 106 í Odda, föstudaginn 6. janúar kl. 12. Fyrirlesturinn sem nefnist: "Translation market(s) 2012 and beyond“ er haldinn í samvinnu Þýðingaseturs og Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.

Chris Durban er vanur fyrirlesari og hefur lengi skrifað pistla um þýðingar á vefinn Translation Journal og þeir hafa nýlega verið gefnir út í bókarformi. Hún er búsett í París og sérsvið hennar eru þýðingar á textum tengdum viðskiptum og fjármálum en hún hefur unnið við þýðingar í yfir þrjá áratugi. Meðal þess sem Chris Durban hefur samið og gefið út eru rit ætluð þeim sem kaupa þjónustu af þýðendum.

Fyrirlesturinn, sem er haldinn í hádeginu föstudaginn 6. janúar í stofu 106 í Odda er öllum opinn.




Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]