21.9.2012 16:06:00
Skjalaþýðingar - Þýðingar á ESB löggjöf

15298-Þýðingar á ESB löggjöf
RAMMASAMNINGUR


Ríkiskaup, fyrir hönd Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins (ÞM), auglýsir  útboð vegna þýðinga á löggjöf ESB.  Um er að ræða fjölbreytta sérfræðitexta á ýmsum sviðum sem verða að mestu þýddir úr ensku á íslensku, ásamt tengdum verkum.

Jafnt einstaklingum sem fyrirtækjum er boðið að leggja inn tilboð. Gerð er krafa um háskólamenntun og/eða löggildingu í skjalaþýðingum auk þess sem gerð er krafa um reynslu af textagerð.  Bjóðendur verða valdir til þátttöku á grundvelli ferilskrár og tilboðs.  Umfang og fjöldi verkefna til einstakra þýðenda ræðst af niðurstöðu gæðamats  ÞM. 

Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum sem eru rafræn og aðgengileg á vef Ríkiskaupa, http://www.rikiskaup.is/utbod/utb/15298. Opnunartími tilboða er 30. október  kl. 11:00 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.


Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]