18.6.2012 19:56:00
Tilnefningar til Íslensku þýðingarverðlaunanna

Eftirfarandi þýðendur hafa verið tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna sem forseti Íslands afhendir á Gljúfrasteini 23. apríl nk.

Árni Óskarsson er tilnefndur fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Nafn mitt er rauður eftir Orhan Pamuk.

Erla Erlendsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir eru tilnefndar fyrir Svo fagurgrænar og frjósamar, smásögur frá Kúbu, Púertó Ríkó og Dóminíska lýðveldinu.

Guðrún Vilmundardóttir er tilnefnd fyrir skáldsöguna Í þokunni eftir Philippe Claudel.

Hjörleifur Sveinbjörnsson er tilnefndur fyrir bókina Apakóngur á silkiveginum, sýnisbók kínverskrar frásagnarlistar frá fyrri öldum.

Sölvi Björn Sigurðsson er tilnefndur fyrir ljóðabókina Árstíð í helvíti eftir Arthur Rimbaud.

Það er Bandalag þýðenda og túlka sem stendur að Íslensku þýðingarverðlaununum í samstarfi við Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda. Þau voru veitt í fyrsta skipti árið 2005 og verða því veitt í fimmta sinn á þessu ári. Í dómnefnd sitja Soffía Auður Birgisdóttir, Sigríður Harðardóttir og Marta Guðrún Jóhannesdóttir.




Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]