19.9.2014 16:37:00
ViceVersa: Þýsk-íslensk þýðendavinnustofa

ViceVersa: 1. Þýsk-íslenska þýðendavinnustofan
í Evrópska þýðendahúsinu í Straelen
frá 1. til 7. desember 2014


Vice-Versa-verkefni Þýska þýðingasjóðsins og Robert Bosch-sjóðurinn styrkja vinnustofuna. Auk þess veita  utanríksisráðuneyti Sambandslýðveldisins Þýskalands, Þýðingasetur Háskóla Íslands og Listasjóður Nordrhein- Westfalen-fylkis og Rithöfundasamband Íslands stuðning.

Við bjóðum til fyrstu þýsk-íslensku vinnustofunnar þar sem sem þýðendur af og á íslensku fá tækifæri til að vinna saman að innsendum verkefnum sínum, ræða þýðingatengd málefni og bera saman bækur sínar um starf og stöðu í hvoru landi fyrir sig. Textarnir eru sendir á milli fyrir fram og gert verður ráð fyrir að þátttakendur hafi lesið þá gagnrýnum augum og setji fram rökstudda útgáfu eigin þýðingar. Leiðbeinendur móta og stýra vinnustofunni. Samræðan fer fram út frá textadæmum og þeim hugsanlegu þýðingalausnum á vandamálum sem til verða við þýðingar á milli íslensku og þýsku, auk þess sem grundvallarumræður um bókmenntaþýðingar fara fram.

Vinnustofan er opin alls 12 þátttakendum. Markmiðið er að sami fjöldi þýskra og íslenskra þýðenda taki þátt.

Leiðbeinendur: Kristof Magnusson og Gauti Kristmannsson


Staður:  Evrópska þýðendahúsi (Europäisches Übersetzer-Kollegium) í Straelen
Tímabil: 1. til 7. desember 2014
Kostnaður: Þátttaka er ókeypis. Ferðakostnaður er endurgreiddur, gisting og fæði er í Evrópska þýðendahúsinu í Straelen.

Umsóknargögn:
  • stutt ferilskrá með ritaskrá
  • hámark 5 síður þýðingar (laust mál og bundið, esseyjur, leikrit, fræði og annað efni) sem enn er í vinnslu (útgáfusamningur er ekki nauðsynlegur). Skila vinsamlegast með tvöföldu línubili og númeruðum línum á vinstri spássíu
  • samsvarandi frumtexti (með númeruðum línum)
  • stutt yfirlit um höfund og verk, grunnspurningar fyrir starfið í vinnustofunni (hámark 1 síða)
 
Umsóknarfrestur er  til og með 15. október 2014 og sendið öll gögn á eftirfarandi netfang: [email protected]




Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]