5.12.2013 21:35:00
Á milli frænda: Ráðstefna um þýðingar á milli norsku og íslensku

Laugardaginn 7. desember 2013 verður haldin ráðstefna um þýðingar á milli norsku og íslensku. Ráðstefnan hefst kl. 10.00 í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu og lýkur kl. 16.00.

Fyrirlesarar eru Helene Uri, rithöfundur og prófessor í málvísindum, Margit Walsø, stjórnandi NORLA (Norwegian Literature Abroad), Sylfest Lomheim, fyrrverandi stjórnandi Norsk språkråd og þýðingafræðingur og Gauti Kristmannsson prófessor í þýðingafræði.

Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum, stjórnar pallborðsumræðu með Einari Ólafssyni, þýðanda og bókasafnsfræðingi, Sigurði Svavarssyni, útgefanda, Úlfari Bragasyni, rannsóknaprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Margit Walsø, stjórnanda NORLA (Norwegian Literature Abroad) og Gro-Tove Sandsmark, norskum sendikennara hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.


Dagskrána má sjá með því að smella hér. Aðgangur ókeypis og öll velkomin!





Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]