13.6.2012 20:09:00
Opnað fyrir aðgang að spænsk-íslenskri orðabók
Eins og kunnugt er hefur nú um skeið staðið yfir vinna að nýrri
spænsk-íslenskri og íslensk-spænskri orðabók en því verki stýrir Guðrún
H. Tulinius þýðingafræðingur. Verkið er komið vel á veg og nú fyrir
skemmstu var opnað fyrir ókeypis aðgang að spænsk-íslenska hluta
orðabókarinnar. Þau sem vilja nýta sér þjónustuna geta komist inn á
orðabókina í gegnum vefslóðirnar vefbaekur.is/espanol eða
edda.is/vefbaekur.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|