17.7.2012 16:28:00
Aðalfundur miðvikudaginn 26. maí kl. 20
Aðalfundur Bandalags þýðenda og túlka verður haldinn í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8 í Reykjavík, miðvikudaginn 26. maí klukkan 20.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla formanns, samþykkt reikninga og umræður um starfið framundan.
Stjórn leggur til breytingu á 3. grein laganna, sem lýtur að aðild. Sjá hér að neðan.
Að fundi loknum verður spjallað saman yfir léttum veitingum.
Vonumst til að sjá sem flesta!
Með bestu kveðjum
Stjórn Bandalags þýðenda og túlka
Tillaga að lagabreytingu
Stjórn Bandalags þýðenda og túlka leggur til breytingu á 3. grein laganna.
Í stað
3. gr. Aðild
Félagar geta þeir einir orðið sem eru aðilar að eftirfarandi félögum:
Blaðamannafélagi Íslands,
Félagi atvinnuþýðenda,
Félagi háskólamenntaðra táknmálstúlka,
Félagi löggiltra dómtúlka og skjalaþýðenda
Félagi sjónvarpsþýðenda,
Félagi túlka,
Félagi þýðenda á Stöð 2,
Hagþenki,
Íslenska esperantósambandinu,
Rithöfundasambandi Íslands,
Babel, félagi þýðingafræðinema við HÍ.
komi:
3. gr. Aðild
Félagar geta þeir orðið sem starfa við þýðingar eða túlkun, eru menntaðir þýðingafræðingar eða túlkar ellegar meðlimir í neðangreindum félögum. Er það stjórnar að meta umsóknir þeirra sem eru utan þeirra félaga.
Blaðamannafélagi Íslands,
Félagi atvinnuþýðenda,
Félagi háskólamenntaðra táknmálstúlka,
Félagi löggiltra dómtúlka og skjalaþýðenda
Félagi sjónvarpsþýðenda,
Félagi túlka,
Félagi þýðenda á Stöð 2,
Hagþenki,
Íslenska esperantósambandinu,
Rithöfundasambandi Íslands,
Babel, félagi þýðingafræðinema við HÍ
STÍL, félagi tungumálakennara á Íslandi.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|