18.6.2012 20:34:00
Hvernig á að ganga í Bandalag þýðenda og túlka?
Með því að senda tölvupóst á [email protected]
Sendið tölvupóst á [email protected], með upplýsingar um ykkur. Ágætt er að hafa til hliðsjónar félagaskrána hér á vefsíðunni.
Hverjir geta orðið félagar? Svarið er í þriðju grein laga um félagið (sjá nánar sérstakan dálk á síðunni um lög félagsins).
3. grein laga um Bandalag þýðenda og túlka. Aðild.
Félagar geta þeir einir orðið sem eru aðilar að eftirfarandi félögum:
Blaðamannafélagi Íslands, Félagi atvinnuþýðenda, Félagi háskólamenntaðra
táknmálstúlka,Félagi löggiltra dómtúlka og skjalaþýðenda, Félagi
sjónvarpsþýðenda, Félagi túlka, Félagi þýðenda á Stöð 2, Hagþenki,
Íslenska esperantósambandinu, Rithöfundasambandi Íslands, Babel, félagi
þýðingafræðinema við HÍ.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|