17.7.2012 17:41:00
Aðalfundur Bandalags þýðenda og túlka

Aðalfundur Bandalags þýðenda og túlka verður haldinn í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands að Dyngjuvegi 8, miðvikudaginn 4. maí kl. 20.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar, samþykkt reikninga og stjórnarkjör. Þá mun Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, rithöfundur og þýðandi, flytja stutt erindi um ljóðaþýðingar sínar úr hjaltnesku.

Kosnir verða fimm stjórnarmenn að þessu sinni. Petrína Rós Karlsdóttir og Jóhann R. Kristjánsson, sem verið hafa varamenn, bjóða sig fram til setu í aðalstjórn, en Rúnar Helgi Vignisson formaður, Guðrún H. Tulinius gjaldkeri og Margrét Pálsdóttir meðstjórnandi hafa ákveðið að draga sig í hlé.

Stjórnin.




Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]