26.9.2014 15:03:00
Mál og mynd - leiðbeiningar um textagerð, þýðingar og málfar í sjónvarpi
Í tilefni af 10 ára afmæli Bandalags þýðenda og túlka fékk félagið heimild hjá Ellert B. Sigurbjörnssyni til að gera ritið "Mál og mynd" aðgengilegt hér á heimasíðu okkar. Margir hafa saknað þess að finna hvergi þessa endurskoðu útgáfu af leiðbeiningum um textagerð, þýðingar og málfar í sjónvarpi og öðrum myndmiðlum, en hér er bætt úr því.
Fáir hafa jafngóða yfirsýn og yfirgripsmikla þekkingu á skjáþýðingum og Ellert B. Sigurbjörnsson, sem er þaulreyndur þýðandi og var um árabil yfirþýðandi hjá Ríkisútvarpinu. Lítið hefur verið fjallað um skjáþýðingar á íslensku og því er sérstakur fengur að ritinu fyrir nýliða og þýðendur sem hafa ekki áður þýtt fyrir myndmiðla en reyndari þýðendur geta einnig haft af því gagn og gaman.
Bandalag þýðenda og túlka þakkar Ellerti kærlega fyrir að gefa okkur leyfi til að birta "Mál og mynd" hér á vefnum. Ritið má sækja hér.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|