13.6.2012 19:07:00
Hann gat ekki hætt að ríma

Auden hefði orðið 100 ára 21. febrúar

Í tilefni af hundraðasta fæðingardegi breska ljóðskáldsins og Íslandsvinarins W. H. Audens stendur Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, tímarit þýðenda, Jón á Bægisá, ásamt breska sendiráðinu að dagskrá í minningu þessa heimskunna skálds sem kom hingað tvisvar, ritaði ferðalýsingu ásamt félaga sínum Louis MacNeice og bergði drjúgt af skáldamiði fornnorrænnar arfleifðar og bar nafnið Auðun með stolti.
 
Dagskráin fer fram í st. 101 í Odda frá kl. 15.30 til 17.30 og verður sem hér segir:
 
Vigdís Finnbogadóttir og Alp Mehmet, sendiherra, ávarpa samkomuna.
 
Ljóðalestur: Martin Regal og Ragnheiður Steindórsdóttir
 
Matthías Johannessen fjallar um kynni sín af skáldinu
 
Ljóðalestur
 
Ögmundur Bjarnason segir frá Auden og nýjum þýðingum sínum
 
Ljóðalestur
 
Sigurður A. Magnússon
 
Ljóðalestur.
 
Breska sendiráðið og bókaútgáfan Ormstunga bjóða upp á léttar veitingar á eftir.
 
Ormstunga gefur einnig út í tilefni dagsins nýtt hefti af Jóni á Bægisá með fjölmörgum nýjum þýðingum eftir Ögmund Bjarnason.




Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]