24.9.2012 16:50:00
Dagur þýðenda 2012
Bandalag þýðenda og túlka (ÞOT) var stofnað á alþjóðadegi þýðenda, 30. september, sem kenndur er við heilagan Híerónýmus, biblíuþýðandann fræga. Allt frá stofnun félagsins 2004 hefur þótt við hæfi að halda daginn hátíðlegan með málþingi þar sem sjónum er sérstaklega beint að einni grein þýðinga og í ár urðu þýðingar á barnabókum fyrir valinu. Þrír unnendur barnabóka, þau Brynhildur Björnsdóttir, Þorleifur Hauksson og Þórarinn Leifsson, ætla að halda stutt erindi um efnið og vonandi skapast góðar umræður á eftir.
Dagskráin fer fram á efri hæð í Iðnó 30. september n.k., kl. 15-17 og kaffiveitingar verða til sölu á staðnum.
Mætum öll og rifjum upp okkar innra barn og bækurnar sem við lásum þá!
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|