21.11.2016 15:02:00
Tilnefningagleði á Bókatorgi

Fimmtudaginn 24. nóvember efnir Bandalag þýðenda og túlka til gleði á Bókatorgi í Menningarhúsinu Grófinni (Borgarbókasafni Reykjavíkur) kl. 16.30, en þá verða kynntar tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna. Eins og endranær eru fimm bækur tilnefndar til verðlaunanna sem hafa verið veitt frá árinu 2005 og voru stofnuð til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskrar menningar.

Þegar formlegri dagskrá lýkur verður boðið upp á léttar veitingar. Viðburðurinn er opinn almenningi og allir eru hjartanlega velkomnir.

Við vonumst til að sjá þig!


Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]