18.6.2012 21:31:00
Þýðingahlaðborð Bandalags þýðenda og túlka
á Háskólatorgi fimmtudaginn 19. nóv. kl. 16
Bandalag þýðenda og túlka heldur sitt árlega Þýðingahlaðborð fimmtudaginn 19. nóvember. Tilgangurinn með því er að vekja athygli á áhugaverðum þýðingum í jólabókaflóðinu og kynna störf þýðenda. Þýðendur spjalla um eitt og annað sem til álita kom við þýðingarvinnuna og lesa úr nýjum þýðingum.
Að þessu sinni verða eftirtaldar þýðingar í sviðsljósinu:
• Ummyndanir Óvíds sem Kristján Árnason þýddi
• Leikur engilsins eftir Carlos Ruiz Zafón sem Sigrún Á. Eiríksdóttir þýddi
• Málavextir eftir Kate Atkinson sem Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi
• Yfir hafið og í steininn eftir Tapio Koivukari sem Sigurður Karlsson þýddi
• Chicago eftir Alaa al Aswany sem Jón Hallur Stefánsson þýddi
Hlaðborðið verður á Háskólatorgi og hefst kl. 16 á fimmtudaginn. Bóksala stúdenta gefur góðan kynningarafslátt á meðan á upplestrinum stendur.
Allir eru velkomnir.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|