12.11.2012 12:28:00
Þýðingahlaðborð Bandalags þýðenda og túlka 14. nóvember
Eins og venja er í nóvember dekkar Bandalag þýðenda og túlka upp hlaðborð með nýútkomnum bókaþýðingum og fer dagskráin að þessu sinni fram á Súfistanum á efri hæð Bókabúðar Máls og menningar að Laugavegi 18, miðvikudaginn 14. nóvember kl. 20. Á hlaðborðinu gætir ýmissa áhugaverðra grasa og mæta þýðendur verkanna sjálfir til leiks og lesa upp úr bókunum sem hér segir: Arnar Matthíasson les upp úr skáldsögunni Nútíminn er trunta eftir Jennifer Egan, Salka Guðmundsdóttir les upp úr þýðingu sinni á Emmu eftir Jane Austen, Kristín Guðrún Jónsdóttir les upp úr Svarta sauðnum eftir Augusto Monterroso, Ólöf Eldjárn les upp úr þýðingu sinni á Herbergi eftir Emmu Donoghue, Magnús Sigurðsson les upp þýðingar sínar á ljóðum Tors Ulven, úr bókinni Steingerð vængjapör og María Rán Guðjónsdóttir les úr þýðingu sinni á Jesúsu eftir Elenu Poniatowska.
Bækurnar verða á kynningarafslætti í tilefni dagsins og eru allir velkomnir og hvattir til að koma og hlýða á lesturinn.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|