17.7.2012 18:04:00
Meistaranám í ráðstefnutúlkun
Haustið 2012 verður boðið upp á nýtt tveggja ára meistaranám í ráðstefnutúlkun við Hugvísindasvið. Ráðstefnutúlkar starfa við túlkun á ráðstefnum og fundum um víða veröld. Starfið er vel launað því framboð af túlkum er miklu minna en eftirspurn.
Frestur til að sækja um námið hefur verið framlengdur til 30. apríl.
Forkröfur í námið: Háskólagráða á grunnstigi, BA eða BS gráða með 1. einkunn (7,25+). Sýna þarf fram á kunnáttu í tveimur erlendum tungumálum og einnig fara fram hæfnispróf í byrjun maí.
Fyrsti hluti hæfnisprófa fer fram miðvikudaginn 2. maí nk. og felst í þremur verkefnum: Tveimur stuttum þýðingum úr erlendum málum (300 orð hvor) og krossaprófi í málskilningi á íslensku. Prófin fara fram í Aðalbyggingu HÍ frá kl. 10–14. Þeir sem standast skriflegu prófin taka munnleg próf 3. maí þar sem þeir fá tækifæri til að spreyta sig á örstuttum ræðum.
Umsókn um námið er jafnframt skráning í prófin. Umsóknir með upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Marion Lerner, marion(at)hi.is.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|