7.9.2012 16:39:00
Poniatowska í Norræna húsinu

Elena Poniatowska, höfundur bókarinnar Jesúsa: óskammfeilin, þverúðug og skuldlaus, sem er komin úr á íslensku í þýðingu Maríu Ránar Guðjónsdóttur, er stödd á Íslandi.

Mánudaginn 10. september kl. 20 verður haldið höfundarkvöld til heiðurs Poniatowsku í Iðnó. Þar verður bókin rædd, lesið upp úr henni og Poniatowska ávarpar salinn. Forlagið býður upp á fordrykk áður en dagskráin hefst. Veitingasala hússins verður opin meðan á dagskrá stendur. Bókin verður til sölu á tilboðsverði og Poniatowska áritar verkið.

Elena Poniatowska (f. 1932) er einn þekktasti og merkasti rithöfundur Mexíkó og skrifar bæði skáldverk, blaðagreinar og fræðilegar bækur um samfélagsmál. Hún beinir ekki síst sjónum að mannréttindamálum og félagslegri stöðu kvenna og fátækra.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.


Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]