13.6.2012 20:14:00
Þýðing sem ígildi málfrelsis
Við setningu bókmenntahátíðar sl. sunnudag flutti Nóbelsskáldið J. M.
Coetzee ávarp þar sem hann talaði sérstaklega um þýðendur og hlutverk
þeirra. Ljóst er af orðum hans að hann kann vel að meta störf þýðenda og
telur þau ígildi málfrelsis hvorki meira né minna.
,,Fyrsta verk þýðandans er að miðla orði rithöfundarins til stærra og
alþjóðlegra lestrarsamfélags," sagði Coetzee í ræðu sinni. ,,Þýðandinn
gerir rithöfundinum kleift að fara yfir málamæri. Þýðandinn er þess
vegna alltaf á bandi frelsis og útbreiðslu orðsins. Því fleiri þýðendur
sem við eigum, og því meiri viðurkenningar og virðingar sem þeir njóta,
þeim mun betur getum við treyst því að tálmum milli málsamfélaga verði
rutt úr vegi. Það má því líta á þýðingu sem ígildi málfrelsis."
Coetzee hafði hins vegar stórar áhyggjur af málfrelsi og vandaði Vesturlöndum ekki kveðjurnar.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|