20.9.2012 11:24:00
Dvalarstyrkur þýðenda 2013

Bókmenntasjóður og Rithöfundasamband Íslands auglýsa til umsóknar dvalarstyrki til þýðenda íslenskra bókmennta fyrir árið 2013. Veittir eru styrkir til tveggja til fjögra vikna dvalar í gestaíbúðinni í Gunnarshúsi í Reykjavík árið 2013.  Auk ferðakostnaðar og húsnæðis er styrkurinn að upphæð IKR. 20.000.-. á viku. Umsóknir, þar sem fram kemur hvaða verk umsækjandi hefur þýtt/ætlar að þýða úr íslensku, og hvaða tíma er óskað eftir til dvalar, skal senda í síðasta lagi 15. október 2012 til Bókmenntasjóðs, Austurstræti 18, 101 Reykjavík. Úthlutun verður tilkynnt eigi síðar en 15. nóvember 2012.

Sjá nánar á heimasíðu Bókmenntasjóðs og Rithöfundasambands Íslands.



Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]