13.6.2012 19:04:00
Að hverju leitar þýðandinn?
Í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá útgáfu bókarinnar Hundrað ára einsemd eftir Gabriel García Márquez mun Guðbergur Bergson flytja fyrirlesturinn ,,Að hverju leitar þýðandinn?". Í fyrirlestrinum mun Guðbergur leitast við að skilgreina hvað það er sem þýðandi verður að finna til þes að geta þýtt sómasamlega. Einnig mun Guðbergur lýsa því hvernig hann kemst að kjarna verks í textanum um leið og hann leitar að hliðstæðu hans innra með sjálfum sér.
Fjallað verður sérstaklega um hvaða munur felst í að þýða úr sama máli tvö sígild skáldverk, annars vegar Don Kíkóta sem sígilt gamalt verk og Hundrað ára einsemd sem sígilt nútímaverk.
Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, þýðing öndvegisverka, þar sem þýðendur koma og fjalla um þýðingu sína á einhverju öndvegisverki heimsbókmenntanna. Guðbergur flytur fyrirlestur sinn í Lögbergi, stofu 101, fimmtudaginn 8. febrúar kl. 16:30 og eru allir velkomnir.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|