18.6.2012 20:21:00
Fimm ára afmæli 30. september nk.
Sendið inn hugmyndir!
Á fimm ára afmæli Bandalags þýðenda og túlka hinn 30. september nk. verður haldið landsþing þýðenda og túlka. Hugmyndin er að það standi á milli kl. 13 og 17 sjálfan afmælisdaginn. Í lokin verði svo boðið upp á veitingar.
Við hvetjum ykkur eindregið til að senda okkur í stjórninni hugmyndir að fyrirlestrum og málstofum sem allra fyrst. Við vonumst til að geta boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Komið endilega ábendingum til okkar, jafnt um viðfangsefni sem einstaka fyrirlesara (netfangið er thot@thot.is). Og takið daginn frá!
Með kveðju,
Rúnar Helgi Vignisson
formaður Bandalags þýðenda og túlka
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|