13.6.2012 20:49:00
Íslenska í fjölmiðlum

Málþing um stöðu íslenskrar tungu í fjölmiðlum Þingholti, Hótel Holti, Bergstaðastræti 37 í dag, föstudaginn 4. apríl kl. 16-18

Íslensk málnefnd og Blaðamannafélag Íslands boða til málþings um stöðu íslenskunnar í fjölmiðlum. Meðal þess sem rætt verður á þinginu er eftirfarandi:

  • Ábyrgð fjölmiðla gagnvart íslensku máli.
  • Umgengni fjölmiðlafólks við atvinnutæki sitt, tungumálið.
  • Kröfur til þeirra sem ráðnir eru til starfa á fjölmiðlum um færni í íslensku.
  • Sjónvarpsþýðingar og talsetning sjónvarpsefnis.

Málþing um stöðu íslenskrar tungu í fjölmiðlum

Dagskrá

Steinunn Stefánsdóttir, Íslenskri málnefnd, setur þingið

Svanhildur Hólm Valsdóttir, ritstjóri Íslands í dag: Ambögur á örskotsstundu

Aðalsteinn Davíðsson, cand.mag.: Að marka málstefnu – hverjum, hvaðan og hvert?

Þröstur Helgason, ritstjórnarfulltrúi á Lesbók Morgunblaðsins: Þetta er fjölmiðlamál

Silja Aðalsteinsdóttir, ritstjóri Tímarits Máls og menningar: Hvað er verst?

Fyrirspurnir og umræður verða að loknu hverju erindi. Fundarstjóri verður Arna Schram, formaður Blaðamannafélags Íslands. Að loknu málþinginu býður Blaðamannafélagið upp á léttar veitingar.

Málþingið er hið sjöunda í röð ellefu málþinga sem íslensk málnefnd stendur fyrir á vormisseri 2008 um ýmislegt er lýtur að íslenskri málstefnu en nefndin vinnur nú að tillögu að málstefnu fyrir menntamálaráðuneytið. Sjá nánar um Íslenska málnefnd á http://www.islenskan.is

Málþingið er öllum opið.



Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]