26.10.2017 00:56:00
Þýðendakvöld í samvinnu við Reykjavíkurborg

Í samvinnu við Reykjavíkurborg efnir Bandalag þýðenda og túlka til tveggja þýðendakvölda á næstu tveimur vikum; annars vegar verður fjallað um Ólöfu Eldjárn, sem lést á síðasta ári og hins vegar um Kristján Árnason, heiðursfélaga hjá Bandalaginu. Bæði hafa verið mikilvirkir þýðendur og hafa vakið athygli fyrir þýðingar sínar.


Dagskráin vegna Ólafar verður haldin  27. október 2017 kl. 20:00-22:00 í kaffiaðstöðunni á jarðhæð í Veröld - húsi Vigdísar.


Dagskrá í minningu Ólafar Eldjárn

20:00    Formaður Bandalags þýðenda og túlka býður gesti velkomna
              Kristín Vilhjálmsdóttir 


20:15    Líf og störf Ólafar
             Þórarinn Eldjárn

20:30    Upplestur úr valinni þýðingu eftir Ólöfu 

20:45    Kaffihlé

21:00    Þýðandinn Ólöf

21:15    Upplestur úr valinni þýðingu eftir Ólöfu 

21:30    Spjall og léttar veitingar 

(kaffi/te og fingurbitar í boði Bandalagsins - einnig verður hægt að kaupa sér léttvínsglas á kostnaðarverði) 


Dagskrá vegna Kristjáns Árnasonar verður haldin 5. nóvember n.k. í Hannesarholti. Dagskráin verður auglýst síðar.









Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]