13.6.2012 21:02:00
Málþing meistaranema í þýðingafræði um þýðingarýni
Laugardaginn 12. apríl kl. 10-16 í stofu 101 í Odda.
Einar Jóhannesson fjallar um þýðingu Kristjáns Kristmannssonar á Leiðarvísi puttaferðalangsins um vetrarbrautina eftir Douglas Adams.
Símon Hjaltason fjallar um ljóðaþýðingar Geirs Kristjánssonar í Hringadróttinssögu Tolkiens.
Jóna Sólveig Magnúsdóttir fjallar um þýðingu Halldórs Laxness á Birtíngi Voltaires.
Jane Victoria Appleton fjallar um þýðingu Magnúsar Magnússonar á Kristnihaldi undir Jökli eftir Halldór Laxness.
Tinna Ásgeirsdóttir fjallar um þýðingu Páls Valssonar á Rokkað í Vittula eftir Mikael Niemi.
Böðvar Jakobsson fjallar um þýðingu Yngva Jóhannessonar á Fást eftir Johann Wolfgang von Goethe.
Hallgrímur Þór Þórdísarson fjallar um þýðingu Guðbergs Bergssonar á Pedro Páramo eftir Juan Rulfo.
Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir fjallar um þýðingu Péturs Gunnarssonar á Frú Bovary eftir Gustave Flaubert.
Anna S. Sigurðardóttir fjallar um þýðingu Guðbergs Bergssonar á Göngunum eftir Ernesto Sábato.
Anna Önfjörð fjallar um þýðingu Eriks Skyum-Nielsen á Kannski er pósturinn svangur eftir Einar Má Guðmundsson.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|