12.5.2013 14:40:00
Aðalfundur Bandalags þýðenda og túlka

Aðalfundur Bandalags þýðenda og túlka verður haldinn í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands að Dyngjuvegi 8, miðvikudaginn 29. maí  kl. 20.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf en einnig verður kynntur nýr heiðursfélagi ÞOT.

Að þessu sinni verða kosnir formaður og tveir stjórnarmenn. Sölvi Björn Sigurðsson gefur ekki kost á sér til endurkjörs og Helgi Már Barðason og María Rán Guðjónsdóttir hafa ákveðið að ganga úr stjórn.

Framboð til formanns og í stjórn hafa borist og verða kynnt á fundinum, en tekið verður við fleiri framboðum í tölvupósti, [email protected].

Einnig verður tekið við skriflegum tillögum félagsmanna um lagabreytingar og eiga þær að hafa borist stjórn eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund.

Að loknum aðalfundi verður boðið upp á léttar veitingar og skrafað og skeggrætt um hugðarefni þýðenda og túlka. Félagar eru hvattir til að fjölmenna!



Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]