13.6.2012 18:59:00
Nýr áfangi, aukin réttindi

Menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um Bókmenntasjóð. Það felur í sér að steypt er saman í einn þremur sjóðum, Bókmenntakynningarsjóði, Menningarsjóði og Þýðingarsjóði. Undir lögin fellur svo einnig Bókasafnssjóður höfunda sem þó verður með sér stjórn. Í lögunum um Bókasafnssjóðin er nýtt ákvæði sem kveður á um að úthlutun vegna erlendra bóka sem þýddar eru á íslensku skiptist á milli þýðanda og frumhöfundar. Þýðandi fær greidda tvo þriðju og frumhöfundur einn þriðja miðað við fulla úthlutun. Til þessa hefur þýðandi einungis fengið einn þriðja af fullri úthlutun.

Í athugasemdum með frumvarpinu segir að sú hugsun liggi að baki þessum auknu réttindum þýðenda "að íslensk tunga verði studd sérstaklega með því að auka veg þýðenda og annarra sem þýða eða staðfæra bækur á íslensku." Í þessu felst bæði viðurkenning á framlagi þýðenda til íslenskrar menningar sem og auknar greiðslur fyrir afnot á bókasöfnum.



Til baka

Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS

Bandalag þýðenda og túlka | Hrísmóum 11 | 210 Garðabær | [email protected]