13.6.2012 20:06:00
Hæstiréttur dæmir þýðanda bætur
Áðan greindi Ríkisútvarpið frá því að þýðanda bandarísku
sjónvarpsþáttanna Friends hefðu verið dæmdar bætur í Hæstarétti. Þar með
sneri rétturinn við dómi héraðsdóms.
Samkvæmt dómnum var brotið á höfundarrétti mannsins þegar fyrirtæki Árna
Samúelssonar dreifði þáttunum á mynddiskum hér á landi án heimildar
hans, en þýðandinn stefndi Árna persónulega. Árni var dæmdur til að
greiða þýðandanum eina milljón króna í bætur, auk málskostnaðar fyrir
þýðandann. Við hjá BÞT óskum þýðandanum til hamingju með þessa
niðurstöðu sem gæti haft gildi fyrir samfélag þýðenda.
Til baka
Prentvæn útgáfa | Senda á Facebook | RSS
|
|