15.4.2016 14:17:55
Málþing um þýðingarýni laugardaginn 16. apríl kl. 10-16 í stofu 229 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Á hverju ári halda þýðingafræðinemendur málþing þar sem þeir rýna í nýjar og gamlar þýðingar og skoða nálgun og handbragð annarra þýðenda. Þýðingarnar sem rýnt er í koma úr mörgum áttum og margir af okkur þekktustu þýðendum hafa fært verkin inn í íslenska menningu. Áheyrendum gefst kostur á að bera fram spurningar á eftir hverju erindi og oft hafa skapast fjörugar umræður á málþingum af þessu tagi. Aðgangur er öllum heimill og þýðendur verkanna sem eru til umfjöllunar eru boðnir sérstaklega velkomnir.
|
|
11.4.2016 22:22:52
Fimmtudaginn 14. apríl kl. 20 verður haldið þýðendakvöld í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, 104 Reykjavík og kynntir þeir fimm þýðendur og verk þeirra sem tilnefnd eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna í ár. Verkin eru að vanda fjölbreytt og ólík og tilnefndu þýðendurnir hafa ljúfmannlega fallist á að spjalla við áheyrendur um verkin, starf sitt og glímuna við orðin.
|
|
1.12.2015 19:24:10
Í dag var tilkynnt við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum um tilnefningar
til Íslensku þýðingaverðlaunanna og Íslensku bókmenntaverðlaunanna
2015. Bandalag þýðenda og túlka hefur frá árinu 2005 veitt
verðlaun á alþjóðlegum degi bókarinnar, 23. apríl, fyrir íslenska
þýðingu á erlendu skáldverki. Íslensku þýðingaverðlaunin voru
sett á fót til að vekja athygli á mikilvægi þýðinga fyrir íslenska
menningu og þeim afbragðsverkum sem auðga íslenskar fagurbókmenntir á
ári hverju fyrir tilstilli þýðenda.
|
|
23.11.2015 00:52:34
Glæpakvöld Hins íslenska glæpafélags verður haldið á Sólon fimmtudaginn
26. nóvember. Húsið opnar klukkan 20 með hljóðfæraleik sem Refur og
félagar annast en dagskrá hefst klukkan 20.30. Fyrsta atriðið á
dagskránni verður kynning á þýðingum glæpasagna sem tilnefndar voru til
Ísnálarinnar, sem er samstarfsverkefni Iceland Noir
glæpasagnahátíðinnar, Hins íslenska glæpafélags og Bandalags þýðenda og
túlka. Þá lesa nokkrir höfundar glæpasagna ársins úr verkum sínum. |
|
29.9.2015 14:13:42
Miðvikudaginn 30. september fagnar Bandalag þýðenda og túlka alþjóðlegum degi þýðenda, Híerónýmusardeginum, með dagskrá í Hannesarholti, Grundarstíg 10, Reykjavík. Dagskráin hefst klukkan 16.30 og er öllum opin.
|
|
9.9.2015 14:58:50
ORÐSTÍR er ný heiðursviðurkenning ætluð þýðendum íslenskra
bókmennta á erlend mál og eru nú veitt í fyrsta sinn. Heiðursviðurkenningunni er ætlað að vekja athygli á ómetanlegu starfi þeirra fjölmörgu
einstaklinga sem stuðlað hafa að útbreiðslu íslenskra bókmennta erlendis. Jafnframt
er viðurkenningin þakklætisvottur og hvatning til þeirra þýðenda sem
viðurkenninguna hljóta hverju sinni.
|
|
23.7.2015 01:29:55
Nú liggja fyrir tilnefningar til Ísnálarinnar (The IcePick) 2015 en þau
verðlaun eru veitt fyrir bestu þýddu glæpasöguna á íslensku, þar sem
saman fara góð þýðing og góð saga. Tilnefningar eru kynntar á
afmælisdegi Raymonds Chandler, 23. júlí, en hann er höfundur einnar af
þekktustu glæpasögum allra tíma þar sem sem ísnál er notuð sem morðvopn. |
|
25.6.2015 13:01:15
Í júní 2015 hlaut íslenski þýðandinn Hjörtur Pálsson norræn þýðendaverðlaun Letterstedtska föreningen, en þetta er í fjórða sinn sem
verðlaunin eru veitt. Verðlaunin eru ætluð fyrir þýðingar á
fagurbókmenntum milli Norðurlandamála eða fyrir ævistarf við norrænar
þýðingar og verðlaunaupphæðin nemur 50.000 SEK.
|
|
25.6.2015 12:54:15
Aðalfundur Bandalags þýðenda og túlka árið 2015 var haldinn 9. júní sl. Í
nýrri stjórn og varastjórn sitja, auk Magneu J. Matthíasdóttur
formanns, Jóhann R. Kristjánsson, Marion Lerner, Guðrún C. Emilsdóttir,
Birna Imsland, Kristín Vilhjálmsdóttir og Katrín Harðardóttir, en
Petrína Rós Karlsdóttir, sem starfað hefur vel og lengi í stjórn gaf
ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. |
|
29.4.2015 01:11:40
Útgáfukynning og hóf í Lögbergi, st. 101, laugardaginn 2.
maí kl. 16
Kind Publishing í Kanada hefur gefið út Ten Plays/Tíu leikrit eftir skáldið Guttorm J. Guttormsson í
tvímála útgáfu á íslensku og ensku. Þessi bók kom fyrst út 1930 og hefur að
geyma helstu leikrit skáldsins sem er meðal þeirra mikilvægustu sem rituðu á
íslensku á Nýja-Íslandi í Kanada. Verkið hefur verið ófáanlegt á íslensku
áratugum saman. |
|