27.4.2013 13:53:37
Í ávarpinu segir hún m.a.:
"Svarti sauðurinn og aðrar fabúlur er tímalaust verk og á ekki
síður erindi til okkar í dag en þegar það kom út í Mexíkó árið 1969.
Monterroso hefur með fabúlum sínum endurvakið þetta gamla bókmenntaform,
en með nýjum áherslum. Hér er ekki um að ræða hefðbundnar fabúlur eða
dæmisögur með siðalærdómi í anda fyrri tíma. Monterroso umturnar eða
grefur undan viðteknum siðferðilegum gildum og túlkun á sögunni. Með glettni, háði og tvíræðni að vopni ræðst hann gegn viðtekinni
hugsun og varpar fram möguleikum á að endurmeta hefðbundin gildi og
skoðanir á ýmsum málum, ekki síst hegðun okkar mannanna og skilning á
bókmenntum, og starfi rithöfunda. Hann veitir okkur nýtt sjónarhorn þar
sem munur manna og dýra er enginn, og jafnvel hluta eða óáþreifanlegra
fyrirbæra. Fabúlur Monterrosos, sem nú á dögum flokkast undir örsögur,
bjóða upp á margar túlkanir. Lesandinn veit ekki alltaf hvernig hann á
að bregðast við þeim, hann verður dálítið óviss, ef til vill hissa,
finnur jafnvel til óþæginda, hann brosir út í annað, finnst hann kannski
samsekur eða heldur að hann sé komin í lið með „þeim góðu“, en er þó
ekki alveg viss. Hér er fabúluhöfundurinn ekki í dómarasæti, hann beinir
orðum sínum ekki síst að sjálfum sér."
|
|
23.4.2013 19:49:24
Íslensku þýðingaverðlaunin 2013 voru veitt við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini á Degi bókarinnar, þriðjudaginn 23. apríl. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, veitti verðlaunin sem í þetta sinn féllu í hlut Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur fyrir þýðingu hennar á "Svarti sauðurinn og aðrar fabúlur" eftir Augusto Monterroso (útg. Bjartur). Bandalag þýðenda og túlka óskar Kristínu Guðrúnu hjartanlega til hamingju.
|
|
17.7.2012 18:00:05
23.4.2012
Gyrðir Elíasson hlýtur Íslensku þýðingaverðlaunin 2012, sem Bandalag þýðenda og túlka veitir, fyrir bókina Tunglið braust inn í húsið. Bókaútgáfan Uppheimar gefur út. Um verðlaunaverkið segir svo í umsögn dómnefndar:"Gyrðir Elíasson fær þýðingarverlaun Bandalags þýðenda og túlka árið 2012 fyrir ljóðasafnið Tunglið braust inn í húsið, útgefandi Uppheimar.Með því að velja þessa bók: Tunglið braust inn í húsið viljum við verðlauna ljóðlist heimsins, gömul ljóð og nýrri - og það að þeim hafi nú verið beint inn í húsið okkar - okkur gefið tækifæri til að lifa með þeim og njóta." |
|
17.7.2012 17:46:04
Ávarp formanns, Rúnars Helga Vignissonar, á Gljúfrasteini 30. apríl 2011
Fyrir skömmu hlýddi ég á fyrirlestur þar sem því var haldið fram að 50–90 prósent þeirra 7000 tungumála sem nú eru töluð í heiminum gætu dáið út á næstu 50–100 árum. Í máli fyrirlesarans, Peters Austins, prófessors við Lundúna-háskóla, kom líka fram að 4% mannkyns töluðu 96% þeirra tungumála sem fyrirfinnast í heiminum. Þetta þýðir að töluð eru mörg smá tungumál og það eru einmitt þau sem eru í mestri hættu. Að mati prófessorsins getur afstaða viðkomandi þjóðar til tungumáls skilið milli feigs og ófeigs.
|
|
17.7.2012 17:44:34
1.5.2011
Erlingur E. Halldórsson hlaut í dag, 30. apríl 2011, Íslensku þýðingaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini. Verðlaunin hlaut hann fyrir þýðingu sína á Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante Alighieri.
Fjórir aðrir þýðendur voru tilnefndir til verðlaunanna að þessu sinni:
Atli Magnússon var tilnefndur fyrir Silas Marner eftir George Eliot
Njörður P. Njarðvík fyrir Vetrarbraut eftir Kjell Espmark
Óskar Árni Óskarsson fyrir Kaffihús tregans eftir Carson McCullers
Þórarinn Eldjárn fyrir Lé konung eftir William Shakespeare.
Sjá frétt RÚV um verðlaunaafhendinguna.
Sjá ávarp Rúnars Helga Vignissonar.
|
|
17.7.2012 16:28:17
24.4.2010
Kristján Árnason hlaut í gær Íslensku þýðingaverðlaunin sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini. Verðlaunin fær Kristján fyrir þýðingu sína á Ummyndunum eftir Óvíd. |
|
18.6.2012 20:20:26
29.4.2009
haldin á Gljúfrasteini 23. apríl 2009
Forseti Íslands, þýðendur og aðrir viðstaddir.
Líta má á bókarkápu sem hurð; þegar þú opnar bókina uppljúkast dyr að heimi sem lýtur sínum eigin lögmálum og sem lesandi leggur þú af stað í ferðalag sem þegar vel tekst til færir þér nýja reynslu og nýja þekkingu, í viðbót við þá nautn sem það er í sjálfu sér að verja tíma sínum innan bókaspjaldanna í næði og njóta textans. Þegar um er að ræða erlendar bækur er reynslan oft þeim mun magnaðri þar sem að í þeim opnast okkur veröld sem getur verið bæði framandi og heillandi í senn og lesturinn getur fært okkur spönn nær því að skilja flókinn heim, á hátt sem nútímafjölmiðlun – þrátt fyrir alla sína tækni – er allsendis ófær um að gera.
|
|
18.6.2012 20:08:17
23.4.2009
- fyrir bókina Apakóngur á Silkiveginum
Íslensku þýðingaverðlaunin árið 2009 voru afhent á Gljúfrasteini í fimmta sinn í dag. Að þessu sinni hlaut Hjörleifur Sveinbjörnsson verðlaunin fyrir þýðingu sína Apakóngur á Silkiveginum, sýnisbók kínverskrar frásagnarlistar frá fyrri öldum. JPV er útgefandi að hinu veglega verki og fagra prentgrip. Dómnefnd skipuðu þær Soffía Auður Birgisdóttir, formaður, Sigríður Harðardóttir og Marta Guðrún Jóhannesdóttir. |
|
13.6.2012 21:22:05
23.4.2008
Hér má lesa þakkarræðu Eiríks Arnar Norðdahls sem móðir hans, Herdís Hübner, flutti er hún veitti verðlaununum viðtöku í dag. |
|
13.6.2012 21:19:27
23.4.2008
Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, veitti í dag Eiríki Erni Norðdahl Íslensku þýðingarverðlaunin við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini. Eiríkur Örn er staddur í New York en móðir hans, Herdís M. Hübner, tók við verðlaununum fyrir hans hönd. - Hér má lesa erindi Silju Aðalsteinsdóttur, formanns dómnefndar. |
|
<<Fyrri Næsta>> |