13.6.2012 20:45:06
15.3.2008
European Association for Lexicography
Svokölluð Euralex ráðstefna verður haldin í sumar. Sjá nánar á vefslóðinni http://www.euralex.org/
|
|
13.6.2012 20:44:06
15.3.2008
Það þykir eðlilegt að túlka á milli norðurlandamála í opinberu samstarfi
í dag. En það eru þó ekki nema þrjátíu ár síðan tekið var upp á því að
túlka á Norðurlandaráðsþingunum, og þá eftir miklar umræður. Þetta sagði
Marjatta Liljeström, yfirmaður norrænu túlka- og þýðingardeildarinnar, á
ráðstefnu sem haldin var í Lundúnum í vikulokin. |
|
13.6.2012 20:38:51
14.2.2008
Iðulega berast Bandalagi þýðenda og túlka fyrirspurnir um þýðendur og reynum við að svara eftir bestu getu. Það getur þó stundum orðið snúið sökum þess að í félagatalinu er enn ekki að finna nógu ítarlegar upplýsingar um félagsmenn. Stjórn Bandalagsins hafa hvað eftir annað borist óskir um að gera félagatalið betur úr garði og viljum við því hvetja ykkur til að senda okkur upplýsingar um ykkur sem þýðendur, ásamt mynd, á netfangið [email protected], og munum við þá uppfæra félagatalið.
|
|
13.6.2012 20:35:49
14.2.2008
Íslensku þýðingaverðlaunin verða afhent í 4. sinn í vor
Íslensku þýðingaverðlaunin hafa þegar unnið sér sess í íslensku bókmenntalífi. Þeim hefur verið tekið fagnandi enda hafði lengi verið kallað eftir verðlaunum fyrir þýðingar. Verðlaunin verða afhent í fjórða sinn á degi bókarinnar 23. apríl. Að þessu sinni verður staðið öðruvísi að þeim með því að skipuð hefur verið þriggja manna dómnefnd sem velur fimm bækur til tilnefningar og tilkynnir síðan um verðlaunabókina. Í dómnefndinni eru valinkunnir lestrarhestar, þau Fríða Björk Ingvarsdóttir, Árni Matthíasson og verðlaunahafi síðasta árs, Silja Aðalsteinsdóttir, sem er formaður. Víst er að úr vöndu verður að ráða því margar prýðilegar þýðingar litu dagsins ljós í fyrra.
|
|
13.6.2012 20:28:01
22.11.2007
Þýðingahlaðborð laugardaginn 24. nóvember
Bandalag þýðenda og túlka heldur sitt árlega Þýðingahlaðborð laugardaginn 24. nóvember nk. en tilgangurinn með því er auðvitað að vekja athygli á áhugaverðum þýðingum í jólabókaflóðinu og kynna störf þýðenda. Þýðendur og ritstjórar spjalla um vandamál sem upp komu við þýðingarvinnuna og lesið verðum úr þýðingum.
|
|
13.6.2012 20:25:56
20.11.2007
Fyrirlestur um Mælingu heimsins í Odda 22. nóvember
Elísa Björg Þorsteinsdóttir, þýðandi og kennari, mun fjalla um þýðingu sína á metsölubókinni Mæling heimsins eftir þýska rithöfundinn Daniel Kehlmann í fyrirlestraröðinni Þýðing öndvegisverka fimmtudaginn 22. nóvember nk. Bókin hefur trónað á toppi þýska metsölulistans vel á annað ár og verið ein af mest seldu skáldsögum á Íslandi frá því hún kom út í september á þessu ári. Hún var mest selda skáldsaga heimsins 2006.
|
|
13.6.2012 20:23:35
3.11.2007
Í Þjóðmenningarhúsinu stendur nú yfir sýning helguð verkum Helga Hálfdanarsonar þýðanda. Við opnun sýningarinnar flutti Gauti Kristmannsson þýðingafræðingur erindi sem hann nefndi Þýðandi þjóðarinnar og má lesa í Lesbók Morgunblaðsins í dag, laugardaginn 3. nóvember. Helgi Hálfdanarson er sem kunnugt er einn mesti þýðandi sem þjóðin hefur alið og er þekktastur fyrir þýðingar sínar á leikritum Shakespeares.
|
|
13.6.2012 20:22:20
3.11.2007
Þriðjudaginn 6. nóvember kl. 12 - 13 efnir Bandalag þýðenda og túlka til rabbfundar um nýju Biblíuþýðinguna í safnaðarheimili Neskirkju. Á fundinn mætir einvalalið til þess að ræða ýmsar hliðar á nýju þýðingunni: Arnfríður Guðmundsdóttir guðfræðingur, Auður Ólafsdóttir listfræðingur, málfræðingarnir Jón G. Friðjónsson og Jón Axel Harðarson, og Sigurður Pálsson guðfræðingur. Þau munu öll halda stutta framsögu en síðan verða óformlegar umræður sem vafalaust eiga eftir að verða spennandi.
Í safnaðarheimilinu er hægt að fá sér snæðing svo enginn ætti að fara ómettur af þessum fundi.
|
|
13.6.2012 20:15:47
11.9.2007
Við setningu bókmenntahátíðar sl. sunnudag flutti Nóbelsskáldið J. M. Coetzee ávarp þar sem hann talaði sérstaklega um þýðendur og hlutverk þeirra. Ljóst er af orðum hans að hann kann vel að meta störf þýðenda og telur þau ígildi málfrelsis hvorki meira né minna.
,,Fyrsta verk þýðandans er að miðla orði rithöfundarins til stærra og alþjóðlegra lestrarsamfélags," sagði Coetzee í ræðu sinni. ,,Þýðandinn gerir rithöfundinum kleift að fara yfir málamæri. Þýðandinn er þess vegna alltaf á bandi frelsis og útbreiðslu orðsins. Því fleiri þýðendur sem við eigum, og því meiri viðurkenningar og virðingar sem þeir njóta, þeim mun betur getum við treyst því að tálmum milli málsamfélaga verði rutt úr vegi. Það má því líta á þýðingu sem ígildi málfrelsis."
|
|
13.6.2012 20:13:41
11.9.2007
Út er komin Spænsk-íslensk orðabók hjá Máli og menningu. Útgáfu spænsk-íslenskrar orðabókar hefur lengi verið beðið af spænskunemendum og öðrum áhugamönnum um spænska tungu enda hefur spænska notið sívaxandi vinsælda í íslenskum skólum á öllum skólastigum, segir í fréttatilkynningu. Orðabókin hentar jafnt byrjendum í spænsku sem hverjum þeim sem nota þurfa spænsku í námi, viðskiptum eða á ferðalögum.
|
|