Þú ert hér > Thot.is > Fréttir

Fréttir

23.7.2014 12:09:51
Fimm bækur tilnefndar til Ísnálarinnar – Iceland Noir verðlaunanna fyrir bestu þýddu glæpasöguna

Alþjóðlega glæpasagnahátíðin Iceland Noir, Bandalag þýðenda og túlka og Hið íslenska glæpafélag standa að Ísnálinni - Iceland Noir verðlaununum fyrir bestu þýddu glæpasöguna sem veitt verða í fyrsta sinn á Iceland Noir glæpasagnahátíðinni í Norræna húsinu þann 22. nóvember næstkomandi.

21.7.2014 14:36:29
Til félagsmanna

Nú geta félagsmenn greitt árgjald Bandalags þýðenda og túlka í heimabankanum en margir hafa óskað eftir því sér til hagræðis. Árgjaldið fyrir 2014 er kr. 5000 og við það bætist 315 kr. tilkynningargjald, en engir dráttarvextir verða reiknaðir. Þeir sem skulda eldri árgjöld eru beðnir um að hafa samband við gjaldkera (thot (hjá) thot.is eða petrinarose (hjá) gmail.com) til að semja um þau eða greiða beint á reikning félagsins, bankareikningur 0137–26–003585, kt. 441104-4210. Þeir sem ekki sjá kröfuna í heimabankanum sínum eru einnig beðnir um að hafa samband til að hægt sé að leiðrétta það.

23.5.2014 18:06:45
Nýræktarstyrkir 2014

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur ákveðið að veita fjóra Nýræktarstyrki í ár. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra mun tilkynna hverjir hljóta styrkina í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands, þriðjudaginn 27. maí kl. 16:00.

20.5.2014 01:15:41
Aðalfundur

Aðalfundur Bandalags þýðenda og túlka verður haldinn 22. maí kl. 20 í Gunnarshúsi. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf en einnig verða kosnir tveir stjórnarmenn. Engar lagabreytingartillögur hafa borist en á fundinum verða lagðar fram og kynntar nýjar siðareglur.

19.5.2014 17:41:50
"Starf þýðandans er net til að veiða vindinn"

Í dag voru veitt barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur. Andri Snær Magnason hlaut verðlaunin fyrir bókina Tímakistuna sem Mál og menning gaf út, en Þórarinn Eldjárn fyrir þýðingu á færeyska tónlistarævintýrinu Veiða vind eftir Rakel Helmsdal, Janus á Húsagarði og Kára Bæk, sem kom einnig út hjá Máli og menningu. Þetta er önnur þýðing úr færeysku sem hlýtur viðurkenningu á þessu ári.

23.4.2014 19:47:37
Íslensku þýðingaverðlaunin 2014

Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu á erlendu skáldverki voru veitt á Gljúfrasteini fyrr í dag við hátíðlega athöfn. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra afhenti verðlaunin en þau hlaut Ingunn Ásdísardóttir fyrir þýðingu sína á færeysku skáldsögunni Ó - Sögur um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen, sem Uppheimar gáfu út út.
Hér má lesa ávarp Ingunnar eftir verðlaunaafhendinguna.


10.4.2014 12:39:27
Fjörlegt málþing meistaranema í þýðingafræði

Fjörlegt málþing um bókmenntaþýðingar fer fram laugardaginn 12. apríl nk. Meistaranemar í þýðingafræði fara þar yfir þýðingar verka af og á íslensku og rýna í kosti og galla, enda kemur oftast margt nýtt fram þegar rýnt er af nákvæmni í slík verk. Málþingið fer fram í Neshaga 16 á jarðhæð og hefst upp úr kl. 9 og stendur fram eftir degi. Alls verða haldnir 14 fyrirlestrar með hléum. Fjallað verður um barnabækur, fagurbókmenntir, kveðskap og margt fleira á litrófi bókmenntanna. Allir eru velkomnir hvort sem þeir vilja heyra einstaka fyrirlestra eða alla. Dagskráin er í meginmáli fréttarinnar.

8.4.2014 12:24:34
Þýðingakvöld – kynning á tilnefndum bókum

Nú styttist í afhendingu Íslensku þýðingaverðlaunanna og í tilefni af því heldur Bandalag þýðenda og túlka þýðingakvöld í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, fimmtudagskvöldið 10. apríl kl. 20. Þýðendur tilnefndra bóka lesa upp úr þýðingum sínum, kynna bækurnar og spjalla við gesti.

19.3.2014 16:49:15
Útgáfuteiti föstudaginn 21. mars


Nýlega kom út á vegum Þýðingaseturs Háskóla Íslands bókin Þýðingar, endurritun og hagræðing bókmenntaarfsins í eftir André Lefevere í þýðingu Maríu Vigdísar Kristjánsdóttur. Í tilefni af því verður útgáfuteiti á föstudaginn 21. mars kl. 15 í Bóksölu stúdenta þar sem við fáum að heyra sýnishorn út bókinni og verður hún á góðu tilboði.

4.3.2014 10:14:48
Sýning, málþing og ljóðabók

Laugardaginn 8. mars opnar sýning í Þjóðarbókhlöðunni til heiðurs skáldkonunni, myndhöggvaranum og leikkonunni Melittu Urbancic. Sýningin opnar með málþingi til heiðurs Melittu á sama stað og stendur dagskráin frá kl 13 – 15. Allir eru hjartanlega velkomnir.



<<Fyrri      Næsta>>


Til baka




Bandalag þýðenda og túlka | [email protected]