Þú ert hér > Thot.is > Fréttir

Fréttir

17.7.2012 16:47:38
„Málstefna í Lettlandi eftir inngöngu í ESB“

6.10.2010
- Fimmt. 7. okt. - Fyrirlestur í Nýja Garði, HÍ, stofu 301

Selga Goldmane frá Vidzemi-háskóla í Lettlandi heldur fyrirlestur sem hún nefnir „Málstefna í Lettlandi eftir  inngöngu í ESB“. Hún talar þar um þær breytingar sem orðið hafa í lettnesku og lettneskri málstefnu eftir að landið gekk í Evrópusambandið.

17.7.2012 16:46:16
Ingunn A. Ingólfsdóttir og Jón O. Edwald heiðruð

30.9.2010
- fyrir frumkvöðlastörf

Jón O. Edwald og Ingunn A. Ingólfsdóttir voru í dag, 30. september, heiðruð fyrir brautryðjendastörf á sviði sjónvarps- og kvikmyndaþýðinga.

17.7.2012 16:45:11
Viðtal við Rúnar Helga Vignisson

30.9.2010
- á rás eitt í Ríkisútvarpinu 30. september 2010

Hér er hægt að hlusta á viðtal við formann Bandalags þýðenda og túlka, Rúnar Helga Vignisson, í morgunútvarpi rásar eitt í morgun: http://dagskra.ruv.is/ras1/4552135/2010/09/30/1/

17.7.2012 16:42:25
Á degi Híerónýmusar

5.9.2010
– málþing í tilefni af alþjóðadegi þýðenda haldið í Þjóðminjasafni Íslands kl. 15–17 fimmtudaginn 30. september

Það hefur ekki farið mikið fyrir alþjóðadegi þýðenda undanfarin ár en nú hyggst Bandalag þýðenda og túlka halda upp á hann með því að efna til sérstaks málþings. Dagurinn er kenndur við heilagan Híerónýmus sem var frumkvöðull í Biblíuþýðingum. Þess má geta að Bandalag þýðenda og túlka var einmitt stofnað á alþjóðadegi þýðenda 30. september 2004.

17.7.2012 16:40:45
Minnum á árgjaldið, 3000 krónur

22.9.2010
Spörum okkur greiðsluseðlana

Við vonum að ykkur þyki fjármunum Bandalags þýðenda og túlka vel varið og þökkum þeim sem þegar hafa greitt árgjaldið. Um leið hvetjum ykkur hin til að greiða sem fyrst inn á reikning félagsins til að forðast kostnað við innheimtu (það kostar bæði ykkur og okkur að senda út greiðsluseðla).

17.7.2012 16:39:37
Málþing fimmtud. 30. september kl. 15-17

16.9.2010
- í Þjóðminjasafni Íslands

30. september er alþjóðadagur þýðenda og afmælisdagur Bandalags þýðenda og túlka. Þá verður haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins málþing um sjónvarps- og kvikmyndaþýðingar. Jafnframt verða tveir þýðendur heiðraðir fyrir störf að sjónvarps- og kvikmyndaþýðingum.

17.7.2012 16:38:41
Næst á dagskrá


Bandalag þýðenda og túlka hefur komið sér upp ýmsum viðburðum til að minna á starfsemi þýðenda og túlka. Næst á dagskránni er heiðrun tveggja þýðenda fyrir störf að sjónvarps- og kvikmyndaþýðingum. Það verður gert á alþjóðadegi þýðenda, 30. september, og jafnframt verða flutt þrjú erindi um sjónvarps- og kvikmyndaþýðingar (dagskráin verður auglýst sérstaklega). Þar á eftir verður efnt til Þýðingahlaðborðsins árlega og í byrjun desember verður tilnefnt til Íslensku þýðingaverðlaunanna. Öll eiga þessi atriði það sammerkt að vekja athygli á þeim merku og mikilvægu störfum sem þýðendur inna af hendi.

17.7.2012 16:37:06
Vefurinn okkar

20.8.2010
Óskað eftir aðstoðarmönnum

Kæru félagar,
nú eru stjórnarmenn Bandalags þýðenda og túlka að koma til starfa eftir sumarleyfi. Okkur vantar aðstoðarmenn við uppfærslu á vefnum. Öll vinna fyrir félagið er unnin í sjálfboðavinnu og er alveg stórskemmtileg. Látið vita ef þið viljið koma til liðs við okkur. Netfangið er [email protected].

17.7.2012 16:35:54
Art in Translation: Alþjóðleg ráðstefna um tungumál og listir

26.5.2010
- Haldin í Norræna húsinu 27. – 29. maí

Ráðstefnan Art in Translation verður haldin dagana 27. til 29. maí nk. og er þar boðið upp á afar fjölbreytta dagskrá þar sem fram koma fræðimenn, myndlistarmenn, kvikmyndagerðarmenn og margir fleiri til að fjalla um viðfangsefni sköpunar og lista.

17.7.2012 16:34:46
Aðalfundur á miðvikudaginn kemur

1.5.2010
- 26. maí kl. 20 í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8

Aðalfundur Bandalags þýðenda og túlka verður haldinn í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8 í Reykjavík, miðvikudaginn 26. maí klukkan 20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla formanns, samþykkt reikninga og umræður um starfið framundan. Stjórn leggur til breytingu á 3. grein laganna, sem lýtur að aðild.



<<Fyrri      Næsta>>


Til baka




Bandalag þýðenda og túlka | [email protected]