17.7.2012 17:20:08
15.12.2010
- úr þýsku, frönsku, ítölsku og retó-rómönsku
Vakin er athygli á styrkjum fyrir þýðingar á verkum eftir svissneska
höfunda (úr þýsku, frönsku, ítölsku eða retó-rómönsku) á norræn mál.
Styrkurinn nemur 4.000 frönkum og innifelur mánaðardvöl í þýðendahúsinu
Looren í Sviss. |
|
17.7.2012 17:18:22
5.12.2010
„Í heyranda hljóði“ í Ríkisútvarpinu 9. nóv. 2010
Ríkisútvarpið flutti upptöku frá málþingi Bandalags þýðenda og túlka í þættinum Í heyranda hljóði 9. nóvember 2010. Smellið hér til að krækja í upptökuna. Upptökuna má einnig nálgast í Hlaðvarpi RÚV, sjá http://www.ruv.is/podcast |
|
17.7.2012 17:16:10
1.12.2010
- tilnefndir til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Fimm þýðendur voru í dag tilnefndir til Íslensku þýðingaverðlaunanna.
Þeir eru Atli Magnússon, Erlingur E. Halldórsson, Njörður P. Njarðvík,
Óskar Árni Óskarsson og Þórarinn Eldjárn. Við óskum þeim öllum til
hamingju! - Í dómnefnd um þýðingaverðlaunin 2011 sátu Kristján Árnason, sem hlaut
verðlaunin 2010 fyrir Ummyndanir eftir Óvíd, Ragnheiður Margrét
Guðmundsdóttir og Steinunn Inga Óttarsdóttir. |
|
17.7.2012 17:05:15
30.11.2010
- verða tilkynntar í Listasafni Íslands í dag, 1. desember
Tilkynnt verður um það í dag, 1. desember, hvaða fimm þýðendur verða
tilnefndir til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2011. Athöfnin verður í
Listasafni Íslands klukkan 17:30 og að henni lokinni verður greint frá
tilnefningum hér á síðunni. Kristján Árnason hlaut verðlaunin árið 2010 fyrir þýðingu sína: Ummyndanir eftir Óvíd. |
|
17.7.2012 17:02:27
20.11.2010
- lesa úr þýðingum sínum í Gerðubergi dag, laugardag
Kæru félagar,
við minnum á Kellíngabækur í Gerðubergi klukkan eitt í dag, laugardag. Þar verður meðal annars lesið úr fimm þýðingum. Sá fyrsti les klukkan 13:20 og sá síðasti klukkan 16:00 (sjá hér að neðan). Nánari dagskrá má finna á vefsíðu Gerðubergs, www.gerduberg.is. |
|
17.7.2012 16:59:58
19.11.2010
Drífið ykkur í Gerðuberg á morgun, laugardag, kl. 13-17
Flottir þýðendur lesa úr nýjum þýðingum sínum á bókum eftir konur. Í
Gerðubergi (beint á móti sundlauginni í Efra Breiðholti) á morgun,
laugardag, frá eitt til fimm (13-17). Sjá nánar á vefsíðu Gerðubergs (gerduberg.is): http://gerduberg.is/desktopdefault.aspx/tabid-3685/5623_view-3757/ |
|
17.7.2012 16:58:03
17.11.2010
Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, laugardaginn 20. nóvember kl. 13-17
Undir yfirskriftinni Kellíngabækur verða kynnt ný verk kvenhöfunda af
margvíslegum toga - skáldsögur, ljóðabækur, ævisögur, barnabækur,
fræðibækur og kvæðalög. Þetta er þriðja árið sem Gerðuberg kynnir
ritverk kvenna í samstarfi við Góuhópinn og nú verða í fyrsta sinn
einnig kynntar bækur eftir erlendar konur sem þýddar hafa verið á
íslensku. |
|
17.7.2012 16:56:04
4.11.2010
„Kellingabækur“ - á kynningu 20. nóv. kl. 13-17
Í stað þess að efna til hefðbundins Þýðingahlaðborðs hefur stjórn Bandalags þýðenda og túlka ákveðið að taka þátt í kynningu Góu- og Fjöruverðlaunahópsins í ár. Þau ykkar sem gefa út þýðingu á bók eftir konu mega taka þátt í dagskrá þeirra, Kellingabækur, sem fer fram í Gerðubergi laugardaginn 20. nóvember kl. 13–17. Við hvetjum alla þýðendur, karla og konur, sem senda frá sér þýðingu á bók eftir konu þetta árið til að nýta sér þennan vettvang. |
|
17.7.2012 16:51:44
22.10.2010
Laugardaginn 23. október kl. 13 í Þjóðmenningarhúsinu
Laugardaginn 23. október verður haldið málþing um Dante Alighieri í
Þjóðmenningarhúsinu í tilefni af nýútkominni þýðingu Erlings E.
Halldórssonar á Gleðileiknum guðdómlega. Að málþinginu standa Ítalska
sendiráðið í Osló og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Dagskráin hefst kl. 13:00. Erindi flytja Hjalti Snær Ægisson, Claudio di
Felice og Halla Margrét Jóhannesdóttir. Málþingsstjóri verður Stefano
Rosatti. - Smellið á „Meira“ til að lesa meira.
|
|
17.7.2012 16:49:23
11.10.2010
Háskólabíói, sal 3, mánudaginn 18. október kl. 12–13
Þýðing Kristjáns Árnasonar á hinu merka riti Óvíds, Metamorphoses, hefur vakið mikla hrifningu og fyrir hana hreppti hann bæði Menningarverðlaun DV og Íslensku þýðingaverðlaunin. Kristján hefur unnið að verkinu áratugum saman meðfram kennslu við Háskóla Íslands og hyggst fjalla um glímuna við að snara þessu grundvallarriti úr löngu útdauðu tungumáli. - Smellið á „Meira“ til að lesa meira. |
|