13.6.2012 22:04:37
28.11.2008
Laugardaginn 29. nóv. 2008 kl. 10-15 í stofu 101 í Lögbergi,
Þýðingasetur Háskóla Íslands býður til málþings um leikritið Macbeth í
íslenkum þýðingum, en það var nýlega á fjölum Þjóðleikhússins.
Fyrirlesarar eru meistaranemar við Háskóla Íslands og hafa þeir kafað
ofan í vanda þýðinga, staðfærslna, leikgerða og sviðsetninga og fylgst
með nýjustu uppsetningu á "skoska leikritinu" svokallaða. |
|
13.6.2012 22:00:24
28.11.2008
Þýðingahlaðborð Bandalags þýðenda og túlka fór fram á Háskólatorgi
þriðjudaginn 25. nóv. síðastliðinn og lásu þar eftirtaldir þýðendur úr
verkum sínum: Ólafur Gunnarsson úr Á vegum úti eftir Jack Kerouac,
Hjörleifur Sveinbjörnsson úr Apakóngurinn á Silkiveginum eftir ýmsa
kínverska höfunda, Erla Erlendsdóttir og Kristín G. Jónsdóttir úr Svo
fagurgrænar og frjósamar eftir ýmsa höfunda af spænskumælandi eyjum
Karíbahafsins, Hjalti Snær Ægisson úr Í hendi Guðs eftir Niccoló
Ammaniti og Ingunn Ásdísardóttir úr Hálf gul sól eftir Chimamanda Ngozi
Adichie. |
|
13.6.2012 21:52:25
22.11.2008
Þýðingahlaðborð 25. nóvember kl 16-19 í Hámu, Háskólatorgi.
Hið árlega þýðingahlaðborð Bandalags þýðenda og túlka verður haldið
þriðjudaginn 25. nóvember kl. 16-19 í Hámu, Háskólatorgi Háskóla Íslands. Þar munu þýðendur lesa upp úr þýðingum sínum og ræða um verkin, aðferðir og vandamál sem leysa þurfti við þýðingarnar. Tilgangurinn með þýðingahlaðborðinu er fyrst og fremst að kynna störf þýðenda og einnig að vekja athygli á ýmsum áhugaverðum þýðingum. |
|
13.6.2012 21:41:18
24.6.2008
Góð aðsókn var að hádegisspjalli um táknmál á tímamótum, sem haldið var
7. maí í Háskóla Íslands, á vegum Bandalags þýðenda og túlka og
Þýðingaseturs.Sigurlín Margrét fór yfir þau lög sem til staðar eru og tengjast
táknmáli og ræddi hverju það myndi breyta ef táknmál yrði fest í lög sem
fyrsta mál heyrnarlausra. Ásta fjallaði um orðabók sem verið er að
byrja að vinna á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra og
hvaða vandamál þau hafa rekið sig á við þá vinnu.
|
|
13.6.2012 21:38:56
9.5.2008
Fjölmargir lögðu leið sína í Odda í dag og hlýddu á erindi um þýðingar, túlkun og málstefnu í hnattvæðingunni. Erindi fyrirlesara verða birt hér á síðunni innan skamms. Hér má sjá nokkrar myndir frá í dag.
|
|
13.6.2012 21:37:23
9.5.2008
Föstud. 9. maí kl. 14-17 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands
Íslensk málnefnd í samvinnu við Bandalag þýðenda og túlka og
Þýðingasetur Háskóla Íslands stendur fyrir málþingi um gildi og hlutverk
þýðinga og túlkunar fyrir íslenska málstefnu í hnattvæðingunni.
|
|
13.6.2012 21:34:17
5.5.2008
Hádegisspjall Bandalags þýðenda og túlka í samvinnu við Þýðingasetur,
miðvikudaginn 7. maí 2008 kl. 12:15-13:00 í stofu 220 í AÐALBYGGINGU,
Háskóla Íslands.
|
|
13.6.2012 21:31:31
5.5.2008
Aðalfundur Bandalags þýðenda og túlka var haldinn í Þjóðmenningarhúsinu á
laugardaginn var. Nýja stjórn skipa þau Gauti Kristmannsson, formaður,
Árný Guðmundsdóttir, gjaldkeri, Gunnhildur Stefánsdóttir, ritari, Guðrún
Tulinius og Rúnar Helgi Vignisson, meðstjórnendur, og Margrét
Pálsdóttir og Haraldur Jóhannsson, varamenn. Haraldur kemur í stað
Björns Baldurssonar, sem ekki gaf kost á sér í stjórnina. Birni eru hér
með færðar þakkir fyrir vel unnin störf. Sjá má mynd af nýju stjórninni í
liðnum Stjórn hér til vinstri.
|
|
13.6.2012 21:29:22
30.4.2008
Föstudaginn 2. maí kl. 16
Rithöfundasamband Íslands og Bandalag þýðenda og túlka efna til málþings
um Sigurð A. Magnússon í tilefni af áttræðisafmæli hans fyrir skömmu og væntanlegs greinasafns hans sem Ormstunga gefur út.
|
|
13.6.2012 21:26:47
Hér með er boðað til aðalfundar Bandalags þýðenda og túlka þann 3. maí nk. kl. 16-19. Aðalfundurinn verður að þessu sinni haldinn í Þjóðmenningarhúsi þar sem
yfir stendur sýning á verkum Helga Hálfdanarsonar og er kjörið að nota
tækifærið til að kíkja á sýninguna um leið. Einnig gefst kostur á að
hlusta á nokkur Borgarbörn flytja brot úr þýðíngu Helga Hálfdanarsonar á
leikriti Williams Shakespeares, Allt í misgripum.
|
|