4.11.2014 22:10:08
Dr. Ágúst Einarsson flytur erindi um niðurstöður rannsókna sinna á íslenskum bókamarkaði sem birtar eru í nýútkominni bók hans, Hagræn áhrif ritlistar, 8. nóvember nk. kl. 11.00 í Norræna húsinu. Í skrifum sínum leggur Ágúst fram 10 stefnumarkandi aðgerðir til að efla ritlist hérlendis. Þar nefnir hann meðal annars tillögu sína um niðurfellingu virðisaukaskatts á bækur, tímarit og blöð frá ársbyrjun 2016. Einnig aukin framlög til Bókasafnssjóðs og bókasafna, langtímaáætlun um eflingu lesskilnings og hvernig efla megi námsbókaútgáfu á íslensku.
|
|
29.10.2014 17:19:52
Alþjóðlega ráðstefnan You are in Control (YAIC) verður sett 17 í Bíó Paradís mánudaginn 3. nóvember og er þetta í sjöunda sinn sem ráðstefnan er haldin. Á ráðstefnunni mætast skapandi greinar: hönnun, tónlist, bókmenntir, tölvutækni, leiklist, kvikmyndagerð og myndlist. Í ár verður einkum fjallað um Skapandi samslátt (e. Creative Synergy) og áhersla lögð á fólk sem vinnur þvert á greinar, verkefni af því tagi og hvaða nýju tækifæri bjóðast með skapandi samslætti.
|
|
1.10.2014 18:04:43
Bandalag þýðenda og túlka fagnaði 10 ára afmælinu 30. september, á alþjóðlegum degi þýðenda með góðum gestum og velunnurum á fjölmennu málþingi í Iðnó. Erindi héldu Pétur Gunnarsson rithöfundur, Guðrún Þórhallsdóttir, dósent í íslenskum, Sigrún Þorgeirsdóttir, ritstjóri hjá þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins, Paul Richardson, formaður Félags löggiltra skjalaþýðenda og dómtúlka og Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, þýðandi og doktorsnemi í þýðingafræði og var gerður góður rómur að máli þeirra enda erindin bæði fróðleg og skemmtileg. Bæklingnum „Þýðingar – góðar og gildar“ var dreift til gesta og boðið upp á „þýðingakökur“ innblásnar af kínverskum spádómskökum með rammíslenskum þýðingum af ýmsu tagi. Hér á eftir er upptalning á þeim og hvaðan þær koma.
Bandalang þýðenda og túlka þakkar kærlega öllum þeim sem hjálpuðu okkur að gera daginn eftirminnilegan.
|
|
29.9.2014 17:39:42
Í tilefni af 10 ára afmæli Bandalags þýðenda og túlka var gefinn út bæklingurinn „Þýðingar – góðar og gildar“. Höfundur texta er Mark Richardson en Gauti Kristmannsson þýddi hann á íslensku. Bæklingurinn er leiðbeiningar fyrir kaupendur þýðinga og liggur frammi á málþinginu "Þýðingar og þjóðin" sem verður haldið 30. september kl. 16.30 í Iðnó, en einnig verður hægt að nálgast hann síðar á heimasíðu félagsins.
|
|
26.9.2014 15:07:26
Í tilefni af 10 ára afmæli Bandalags þýðenda og túlka fékk félagið
heimild hjá Ellert B. Sigurbjörnssyni til að gera ritið "Mál og mynd"
aðgengilegt hér á heimasíðu okkar. Margir hafa saknað þess að finna
hvergi þessa endurskoðu útgáfu af leiðbeiningum um textagerð, þýðingar
og málfar í sjónvarpi og öðrum myndmiðlum, en hér er bætt úr því. |
|
23.9.2014 12:46:19
Þýðendur um allan heim halda upp á 30. september, sem kenndur er við heilagan Híerónýmus, enda hefur dagurinn verið opinberlega viðurkenndur sem alþjóðlegur dagur þýðenda og túlka í tæpan aldarfjórðung þótt hugmyndin að þýðendadegi sé nokkuð eldri. Íslenskir þýðendur fagna líka og síðustu tíu ár hefur Bandalag þýðenda og túlka efnt til viðburða til að halda upp á daginn. Í ár verður haldin málstofa í Iðnó undir yfirskriftinni „Þýðingar og þjóðin“ og þessi mikilvægi þáttur í þjóðmenningunni skoðaður frá ýmsum hliðum.
|
|
19.9.2014 16:55:31
Fréttatilkynning frá Miðstöð íslenskra bókmennta:
Íslensku
rithöfundarnir Sjón, Yrsa Sigurðardóttir, Eiríkur Örn Norðdahl, Andri
Snær Magnason og Lani Yamamoto koma fram á bókamessunni í ár. Íslenski
básinn í Gautaborg er númer C02:01.
|
|
19.9.2014 16:40:07
Vice-Versa-verkefni Þýska þýðingasjóðsins og Robert Bosch-sjóðurinn styrkja vinnustofuna. Auk þess veita utanríksisráðuneyti Sambandslýðveldisins Þýskalands, Þýðingasetur Háskóla Íslands og Listasjóður Nordrhein- Westfalen-fylkis og Rithöfundasamband Íslands stuðning.
|
|
16.9.2014 22:25:29
Miðstöð íslenskra bókmennta og Rithöfundasamband Íslands auglýsa til
umsóknar dvalarstyrki þýðenda íslenskra bókmennta fyrir árið 2014.
Veittir eru styrkir til allt að fjögurra vikna dvalar í gestaíbúðinni í
Gunnarshúsi í Reykjavík árið 2015.
---
The Icelandic Literature Fund and The Writers´ Union of Iceland invite
applications for residency grants for translators of Icelandic
literature. Applicants selected will be granted up to four weeks stay in
Gunnarshús (The Writers´ residence in Reykjavík) in 2015. The grant
consists of travel expenses, housing and a sum of ISK 20.000. pr. week -
to cover living expenses during the stay.
|
|
10.9.2014 12:41:52
Art in Translation er spennandi alþjóðleg ráðstefna sem nú er haldin í
Reykjavík í þriðja sinn. Það eru Háskóli Íslands, Listaháskóli Íslands
og Háskólinn í Manitoba, auk Norræna hússins, sem standa að
ráðstefnunni. Aðalfyrirlesari er hin heimskunna Amy Tan, höfundur bókanna Leikur
hlæjandi láns og Kona eldhúsguðsins sem notið hafa mikillar hylli hvar
sem þær hafa komið út. Amy Tan á sér stóran lesendahóp á Íslandi og er
það sérstakt fagnaðarefni að fá hana hingað til lands. |
|