17.7.2012 16:32:34
10.5.2010
- Miðvikud. 19. maí kl. 15:15 í stofu 202 í Odda, HÍ
Miðvikudaginn 19. maí flytur Marie Novotná frá Karlsháskóla í Prag
erindi sem hún nefnir „Þýtt úr fornnorrænu“. Þar mun hún ræða hinar
fjölmörgu þýðingar á norrænum bókmenntum á tékknesku. Hún mun einnig
ræða sértæk vandamál við að þýða úr norrænu yfir á tékknesku, einkum
meðferð sérnafna og beygingarendinga í ólíkum málkerfum. |
|
17.7.2012 16:30:35
5.5.2010
Aðalfundur Bandalags þýðenda og túlka verður haldinn í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8 í Reykjavík, miðvikudaginn 26. maí klukkan 20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla formanns, samþykkt reikninga og umræður um starfið framundan.
|
|
17.7.2012 16:22:41
31.3.2010
Vinsamlegast greiðið fyrir 15. apríl
Kæru félagsmenn,
þá er árið 2010 komið vel af stað og tími til kominn að rukka
félagsgjöldin þetta ár. Gjaldið er hið sama og verið hefur, 3000 krónur.
Gjörið svo vel að borga inn á reikning 0137– 26–003585. Kennitala er:
441104-4210. Vinsamlegast greiðið fyrir 15. apríl næstkomandi.
Við værum þakklát ef þið vilduð vera svo væn og senda okkur staðfestingu fyrir greiðslu á netfangið [email protected].
|
|
17.7.2012 16:20:44
22.3.2010
- Stofu 101 í Odda, HÍ, frá kl. 10-16
Árlegt þing meistaranema í þýðingarýni fer fram laugardaginn 27. mars frá kl. 10-16, í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands. Fjallað verður um
þýðingar sem út hafa komið og alltaf kemur eitthvað athyglisvert í ljós!
Við hvetjum alla sem áhuga hafa á þýðingum til að koma! Smellið á
"Meira" til að sjá dagskrá þingsins. Þar eru skráðir höfundar, verk og
þýðendur sem fjallað er um. |
|
17.7.2012 16:19:05
11.3.2010
Kristján Árnason og Ummyndanir Óvíds
Þau ánægjulegu tíðindi urðu nú í vikunni að þýðing hlaut
Menningarverðlaun DV í bókmenntum. Það var þýðing Kristjáns Árnasonar á
Ummyndunum Óvíds. Að mati dómnefndar hefur Kristján „skilað þýðingu sem
nautn er að lesa og flytur nútímalesendur í goðsagnaheim fornaldar, bæði
með þýðingu sinni og greinargóðum inngangi.“ Við óskum Kristjáni til
hamingju með verðlaunin og fögnum því að dómnefndin skyldi komast að
þessari niðurstöðu.
|
|
17.7.2012 16:17:36
11.3.2010
- í fyrirlestri sínum um ráðstefnu- og dómtúlkun
Sem túlkur hefur Ellen Ingvadóttir komið víða við. Hún hefur túlkað
fyrir dómi, í fangelsum, við yfirheyrslur, í skilanefndum, á ráðstefnum
og síðast en ekki síst fyrir forsætisráðherra. Ellen hélt tveggja tíma
fyrirlestur um starf sitt á vegum Bandalags þýðenda og túlka á dögunum
og ræddi þar um eitt og annað sem að því lýtur.
|
|
17.7.2012 16:16:16
5.3.2010
Erindi Ellenar Ingvadóttur þriðjud. 9. mars kl. 17:15
Þriðjudaginn 9. mars kl. 17:15 mun Ellen Ingvadóttir, skjalaþýðandi og
dómtúlkur, flytja fyrirlestur um ráðstefnu- og dómtúlkun á vegum
Bandalags þýðenda og túlka. Ellen hefur langa starfsreynslu á þessum
vettvangi og í fyrirlestri sínum hyggst hún fjalla sérstaklega um
hæfniskröfur og starfsaðstæður ráðstefnu- og dómtúlka.
|
|
17.7.2012 16:14:21
4.3.2010
Laugardaginn 6. mars kl. 13-14.30 í stofu 207 í HÍ
Mikið hefur verið rætt um nýsköpun og frumkvöðlastarf á undanförnum
árum. Þessi málstofa mun ekki brjóta þau tískuyrði til mergjar heldur
skoða sköpunarferlið sjálft frá nokkrum sjónarhornum, sjónarhornum
ritlistar, myndlistar og þýðinga. Hugmyndir um frumleika og frumsköpun
gagnstætt eftirsköpun og eftirlíkingu verða skoðaðar og náin tengsl
frumleikahugtaksins, höfundarins og þjóðarhugmyndarinnar verða einnig
til umfjöllunar. Sköpun og öpun eru kannski tengdari en ætla má við
fyrstu sýn, enda vildi Aristóteles meina það í Skáldskaparlist sinni að
„skáldskapurinn sé, almennt talað, af tveimur rótum runninn og báðum
náttúrlegum. Því að eftirhermur eru manninum eðlilegar frá blautu
barnsbeini, og menn eru frábrugðnir öðrum lífverum að því leyti að þeir
hafa mesta hermihvöt og læra að því leyti fyrst í stað með því að líkja
eftir, en hin rótin er sú að allir njóta eftirlíkinga“ (Þýð.: Kristján
Árnason bls. 49). |
|
17.7.2012 16:10:40
28.2.2010
- 27.-29. maí 2010 í Háskóla Íslands og Norræna húsinu
Á síðustu árum hafa Íslendingar orðið virkari þátttakendur í alþjóðlegum
listheimi. Á sama tíma hafa Íslendingar, eins og svo mörg önnur lítil
málsamfélög, tekið upp ensku sem órjúfanlegan þátt í sköpun og útrás á
list sinni. Það lítur út fyrir að slíkt sé óumflýjanlegt þar sem enska
er eitt hið mest ráðandi tungumál í listheiminum í dag. En hverjar eru
afleiðingar þess fyrir minni málsamfélög að þurfa að þýða listina yfir á
annað tungumál? Og hvaða áhrif hefur þýdd list á málsamfélög ríkjandi
tungumála?
|
|
17.7.2012 16:05:25
1.2.2010
- hjá Þýðingamiðstöð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins
Þýðingamiðstöð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er að leita að starfsnemum í þýðingum frá og með 1. október nk. Þetta er launað starf og ætti að vera góður undirbúningur fyrir samkeppnisprófin sem ESB stendur fyrir þegar ráðnir eru þýðendur til framtíðarstarfa. Hér á eftir fara skilaboð frá Raffael Longoni frá mannauðsdeild miðstöðvarinnar ásamt auglýsingu.
|
|