Þú ert hér > Thot.is > Fréttir

Fréttir

1.9.2012 00:13:29
Til félagsmanna

Nú er nýr vefur með upplýsingum um félagsmenn kominn í loftið og stjórnin hvetur ykkur til að renna yfir skráninguna ykkar í félagatali og senda ítarlegri upplýsingar til að hægt sé að bæta þeim við og auka sýnileika ykkar á vefnum. Það myndi auðvelda okkur vinnuna mikið ef þið fylgduð uppsetningu í skráningunni, svo við þurfum ekki að vinsa út texta til birtingar úr löngu skjali. Myndir af félagsmönnum eru alltaf vel þegnar.

17.7.2012 18:10:32
Speaking Tongues

24.5.2012
– upplestur á Súfistanum í Máli og menningu föstudaginn 25. maí kl. 20

Í tengslum við ráðstefnuna Art in Translation, sem haldin er í Norræna húsinu og Öskju dagana 24.–26. maí, verður efnt til upplestrar á Súfistanum í bókabúð Máls og menningar föstudaginn 25. maí kl. 20. Þar munu bæði íslenskir og erlendir höfundar lesa upp úr verkum sínum á ensku.

17.7.2012 18:08:44
Art in Translation

18.5.2012

Art in Translation er alþjóðleg ráðstefna sem haldin verður dagana 24.–26. maí í Norræna húsinu og Öskju. Listamenn og fræðimenn skoðaða ýmsa fleti á ritlist, bæði í fræðilegum erindum og listrænum gjörningum. Um 50 lista- og fræðimenn hvaðanæva úr heiminum hafa boðað komu sína.

17.7.2012 18:06:31
Aðalfundur ÞOT 16. maí

15.5.2012

Aðalfundur Bandalags þýðenda og túlka verður haldinn í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands að Dyngjuvegi 8, miðvikudaginn 16. maí kl. 20.

17.7.2012 18:05:36
Meistaranám í ráðstefnutúlkun

23.4.2012

Haustið 2012 verður boðið upp á nýtt tveggja ára meistaranám í ráðstefnutúlkun við Hugvísindasvið. Ráðstefnutúlkar starfa við túlkun á ráðstefnum og fundum um víða veröld. Starfið er vel launað því framboð af túlkum er miklu minna en eftirspurn. Frestur til að sækja um námið hefur verið framlengdur til 30. apríl.

17.7.2012 18:04:07
Máltækni fyrir alla

23.4.2012

Föstudaginn 27. apríl verður haldið málræktarþing um stöðu og framtíðarhorfur íslenskrar tungu á öld upplýsingatækninnar. Yfirskrift þingsins er "Máltækni fyrir alla". Að því standa Íslensk málnefnd, Máltæknisetur og META-NORD, sem er samstarfsverkefni Norðurlanda og Eystrasaltslanda, styrkt af þróunarsjóði Evrópusambandsins á sviði upplýsingatækni. Þingið verður haldið í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, kl. 13-17. Sjá http://www.malfong.is/Malthing/. Málræktarþingið er öllum opið og allt áhugafólk um íslenskt mál, málrækt, máltækni og upplýsingatækni er hvatt til að koma – aðgangur er ókeypis. Dagskrá er á http://www.malfong.is/Malthing/dagskra.html.

17.7.2012 17:59:03
Íslensku þýðingaverðlaunin 2012

20.4.2012

Bandalag þýðenda og túlka veitir Íslensku þýðingaverðlaunin 2012 við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini á Degi bókarinnar, 23. apríl kl. 14. Fimm þýðingar eru tilnefndar til verðlaunanna að þessu sinni: Andarsláttur eftir Hertu Müller. Þýðandi: Bjarni Jónsson. Fásinna eftir Horacio Castellanos Moya. Þýðandi: Hermann Stefánsson. Regnskógabeltið raunamædda eftir Claude Lévi-Strauss. Þýðandi: Pétur Gunnarsson. Reisubók Gúllívers eftir Jonathan Swift. Þýðandi: Jón St. Kristjánsson. Tunglið braust inn í húsið. Ljóð eftir marga höfunda. Þýðandi: Gyrðir Elíasson.

17.7.2012 17:56:36
Ráðstefna um þýðingarýni

11.4.2012
- laugardaginn 14. apríl kl. 9-16

Fjörlegt málþing um bókmenntaþýðingar fer fram laugardaginn 14. apríl nk. Meistaranemar í þýðingafræði fara þar yfir þýðingar verka af og á íslensku og rýna í kosti og galla, enda kemur oftast margt nýtt fram þegar rýnt er af nákvæmni í slík verk. Málþingið fer fram í Neshaga 16 á jarðhæð og hefst upp úr kl. 9 og stendur fram eftir degi.

17.7.2012 17:54:49
Starf ráðstefnutúlka og kröfur til þeirra

17.1.2012
- opinn fundur 25. janúar 2012

Bandalag þýðenda og túlka á Íslandi og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur standa fyrir opnum fundi með Kunteel Barua sem er túlkur við Evrópusambandið og hefur komið að námi fyrir ráðstefnutúlka við H.Í. sem ráðgjafi. Kunteel Barua heldur erindi þar sem hann mun tala um starf túlka við Evrópusambandið, reynslu sína sem túlkur og þær kröfur sem gerðar eru um menntun túlka. Nám í ráðstefnutúlkun við Háskóla Íslands hófst haustið 2011.

17.7.2012 17:53:32
“Translation market(s) 2012 and beyond“

5.1.2012
Fyrirlestur í Odda 6. janúar

Chris Durban, sem er virtur þýðandi frá frönsku yfir á ensku, flytur fyrirlestur um þýðingar í stofu 106 í Odda, föstudaginn 6. janúar kl. 12. Fyrirlesturinn sem nefnist: "Translation market(s) 2012 and beyond“ er haldinn í samvinnu Þýðingaseturs og Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.



<<Fyrri      Næsta>>


Til baka




Bandalag þýðenda og túlka | [email protected]