Þú ert hér > Thot.is > Fréttir

Fréttir

16.2.2017 03:07:54
Hallgrímur Helgason hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin 2017

Íslensku þýðingaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Hannesarholti kl. 16 í dag, miðvikudaginn 15. febrúar 2017. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson veitti verðlaunin. Hallgrímur hlaut verðlaunin fyrir þýðingu sína á leikritinu Óþelló eftir William Shakespeare.

10.2.2017 01:06:17
Íslensku þýðingaverðlaunin nk. miðvikudag

Í ár verða Íslensku þýðingaverðlaunin veitt fyrr en venja hefur verið, eða miðvikudaginn 15. febrúar. Verðlaunaafhendingin fer fram í Hannesarholti og Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson veitir verðlaunin. Óvenju margir eru tilnefndir til þýðingaverðlaunanna í ár, alls tíu þýðendur fimm verka.

3.2.2017 17:51:07
Úrvalsþýðingar og þýðendur þeirra

Þriðjudagskvöldið 7. febrúar kl. 20 verða verk sem tilnefnd eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna kynnt í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, Reykjavík.

13.12.2016 21:20:23
Áskorun til stjórnvalda vegna PISA

Rithöfundasamband Íslands og Bandalag þýðenda og túlka harma sorglegar niðurstöður PISA-prófanna þar sem lesskilningur hrapar enn meðal skólabarna og hratt dregur sundur milli pilta og stúlkna. Menn hafa borið fyrir sig áhrif frá ensku í gegnum tölvuleiki og annað efni ætlað börnum og unglingum sem þau hafa greiðan aðgang að. Það er þó ljóst að þessi áhrif væru sýnu minni ef mun meira væri til af þýddu og frumsömdu barnaefni fyrir alla miðla. Einnig hefur á undanförnum árum verið búið afar illa að skólabókasöfnum sem hafa víða verið í langvarandi svelti hjá fátækum sveitarfélögum. Stórauka þarf innkaup á lesefni fyrir börn og unglinga til skóla- og héraðsbókasafna.

24.11.2016 18:25:22
Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Í dag, fimmtudaginn 24. nóvember 2016, voru tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna kynntar í Menningarhúsinu Grófinni. Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki hafa verið veitt árlega frá árinu 2005 en verðlaunin voru stofnuð til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta. Í ár voru tilnefndar fimm þýðingar og tíu þýðendur, en í dómnefnd sátu Tinna Ásgeirsdóttir (formaður), Ingunn Ásdísardóttir og Davíð Stefánsson.

21.11.2016 15:05:08
Tilnefningagleði á Bókatorgi

Fimmtudaginn 24. nóvember efnir Bandalag þýðenda og túlka til gleði á Bókatorgi í Menningarhúsinu Grófinni (Borgarbókasafni Reykjavíkur) kl. 16.30, en þá verða kynntar tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna. Eins og endranær eru fimm bækur tilnefndar til verðlaunanna sem hafa verið veitt frá árinu 2005 og voru stofnuð til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskrar menningar.

20.11.2016 15:19:24
Ísnálin 2016 - Ragna Sigurðardóttir hlýtur verðlaunin fyrir best þýddu glæpasöguna

Verðlaunaafhending Ísnálarinnar 2016 (IcePick Award) fór fram í Norræna húsinu laugardaginn 19. nóvember. Verðlaunin, sem eru á vegum Iceland Noir, Hins íslenska glæpafélags og Þots, Bandalags þýðenda og túlka, eru veitt fyrir bestu þýðingu á glæpasögu. Eftirtaldir þýðendur voru tilnefndir:

27.9.2016 00:17:40
Þýðandinn sem höfundur / höfundurinn sem þýðandi

Í tilefni af Híerónýmusardeginum, alþjóðlegum degi þýðenda og túlka, stendur Bandalag þýðenda og túlka fyrir afmælisdagskrá í Hannesarholti 30. september kl. 18-20. Þetta er árviss atburður í starfi félagsins sem var stofnað á þessum degi árið 2004. Aðgangseyrir er enginn og allt áhugafólk um þýðingar, túlkun og bókmenntir er hjartanlega velkomið meðan húsrúm leyfir.


24.7.2016 11:35:07
Hver vinnur þriðju Ísnálina?

Tilnefningar liggja nú fyrir í þriðja sinn til Ísnálarinnar (The IcePick), verðlauna fyrir bestu þýddu glæpasögu á íslensku. Verðlaunin eru veitt í tengslum við Iceland Noir glæpasagnahátíðina, sem haldin er annað hvert ár í Reykjavík, nú dagana 17.-20. nóvember 2016.
Tilnefningar til Ísnálarinnar eru venju samkvæmt kynntar á afmælisdegi Raymonds Chandlers, en eins og glæpasagnaáhugafólk veit skrifaði hann eina af þekktustu glæpasögum allra tíma þar sem ísnál er morðvopnið. Ekkert er látið uppi um það hvort ísnál kemur við sögu í bókunum fimm sem tilnefndar eru til verðlauna í ár en þær eru þessar:

23.4.2016 18:43:50
Brynja Cortes Andrésdóttir hlýtur Íslensku þýðingaverðlaunin

Í dag, 23. apríl 2016, voru Íslensku þýðingaverðlaunin veitt í tólfta sinn við hátíðlega athöfn í Hannesarholti. Verðlaunin veitti forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, en þau hlaut Brynja Cortes Andrésdóttir fyrir þýðingu sína á Ef að vetrarnóttu ferðalangur eftir Italo Calvino. Útgefandi er Ugla.



<<Fyrri      Næsta>>


Til baka




Bandalag þýðenda og túlka | [email protected]