Þú ert hér > Thot.is > Fréttir

Fréttir

18.6.2012 20:32:01
“Þýðing mánaðarins“

7.9.2009

Óskað eftir efni og umsjónarmanni

Við viljum vekja athygli á því að við höfum nú virkjað hlekkinn „Þýðing mánaðarins“ á heimasíðunni okkar. Þar má nú lesa ljóðið „Kvöldkyrrð“ eftir Julius Kriss í þýðingu Gísla Halldórssonar. Þýðingin er gerð úr esperanto og finnst okkur fara vel á því enda átti esperanto að sameina heimsbyggðina.

18.6.2012 20:30:03
Netföng félagsmanna

7.9.2009

Vinsamlegast athugið hvort þau eru rétt hér á síðunni

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að athuga hvort netföngin þeirra eru rétt í félagatalinu hér á síðunni. Ennfremur biðjum við ykkur að láta vita ef þið hafið grun um að þið fáið ekki tölvupóst sem aðrir félagar fá.

18.6.2012 20:28:57
Viðtal við Rúnar Helga Vignisson

26.8.2009

á vefsíðunni visir.is: http://visir.is/article/20090826/FRETTIR01/14777968/-1

18.6.2012 20:27:17
Fulltrúi frá þýðingamiðstöð ESB mætir á landsþingið

26.8.2009

30. september í Þjóðminjasafninu frá kl 13-17.

Sem kunnugt er hyggst stjórn Bandalags þýðenda og túlka halda upp á fimm ára afmæli félagsins á stofndegi þess hinn 30. september nk. Síðan tekin var ákvörðun um það hefur ríkisstjórn Íslands sent inn
umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Ekki voru margir dagar liðnir frá því að aðildarumsóknin var send inn þegar fulltrúar frá helstu þýðingamiðstöð sambandsins, Directorate-General for Translation, voru mættir til að að undirbúa jarðveginn hér. Við áttum fund með þeim og þar kom fram að sambandið þarf að ráða tugi íslenskra þýðenda til starfa ef af aðild verður. Bæði verða þýðendur fastráðnir og eins verður leitað eftir verktökum. Um er að ræða þúsundir síðna sem þýða þarf á hverju ári og því mikil vinna í boði fyrir íslenska þýðendur.

18.6.2012 20:23:11
Fimm ára afmæli 30. september nk.

29.6.2009

Sendið inn hugmyndir!

Á fimm ára afmæli Bandalags þýðenda og túlka hinn 30. september nk. verður haldið landsþing þýðenda og túlka.

18.6.2012 20:21:35
Formannsskipti í Bandalagi þýðenda og túlka

9.5.2009

Rúnar Helgi Vignisson nýr formaður

Á aðalfundi bandalagsins þriðjudaginn 5. maí urðu formannsskipti í félaginu. Gauti Kristmannsson, sem verið hafði formaður frá stofnun félagsins, lét af störfum og við tók Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og þýðandi. Eru Gauta þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins síðastliðin fimm ár.

18.6.2012 20:15:16
Aðalfundur þriðjudaginn 5. maí kl. 20:00

29.4.2009

Aðalfundur Bandalags þýðenda og túlka verður haldinn í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands, að Dyngjuvegi 8 í Reykjavík, þriðjudaginn 5. maí nk. klukkan 20:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla formanns, samþykkt reikninga og umræður um starfið framundan. Í haust verður Bandalagið fimm ára og er stefnt að því að halda landsþing þýðenda og túlka í lok september af því tilefni.

18.6.2012 20:12:38
RÚSTAÐ - Skáldið hefur (yfirleitt) rétt fyrir sér

28.4.2009

Miðvikudag 29. ap. kl. 16:30 - Fyrirlestrasal Þjóðminjasafns

Þýðing öndvegisverka

Guðrún Vilmundardóttir segir frá kynnum sínum af verkum Söru Kane, áformum um uppsetningar sem ekki litu dagsins ljós, þýðingunni á Rústað og tilraunum til aðlögunar í samvinnu við leikstjórann Kristínu Eysteinsdóttur. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni þýðing öndvegisverka sem skipulögð er af Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands. Að þessu sinni er lögð sérstök áhersla á leikritaþýðingar.

18.6.2012 20:09:43
Alþjóðlegt þýðendaþing í Reykjavík og á Hala í Suðursveit

23.4.2009

Opin dagskrá í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns 24. ap. kl. 10

Dagana 23.-26. apríl verður haldið í Reykjavík og á Hala í Suðursveit alþjóðlegt þýðendaþing. Von er á 24 þýðendum erlendis frá en þeir koma frá Þýskalandi, Spáni, Póllandi, Danmörku, Englandi, Frakklandi, Hollandi, Rússlandi, Tékklandi, Noregi og Svíþjóð. 10 þýðendur sem búsettir eru hér á landi taka líka þátt í þinginu. Fjallað verður um íslenskar bókmenntir, vanda og vegsemd þýðandans og meðal annars sagt frá verkefninu „Sagenhaftes Island“, þýðingar- og kynningarátaki í tilefni þess að Ísland verður heiðursgestur bókasýningarinnar í Frankfurt 2011.

18.6.2012 20:04:18
Góð aðsókn var að fyrirlestri um kulnun og stress í starfi

22.4.2009

Bandalag þýðenda og túlka hélt fyrirlestur í samstarfi við HART, félag háskólamenntaðra táknmálstúlka, um kulnun og stress í starfi mánudaginn 20. apríl.



<<Fyrri      Næsta>>


Til baka




Bandalag þýðenda og túlka | [email protected]