17.7.2012 16:28:17
24.4.2010
Kristján Árnason hlaut í gær Íslensku þýðingaverðlaunin sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini. Verðlaunin fær Kristján fyrir þýðingu sína á Ummyndunum eftir Óvíd. |
|
18.6.2012 20:20:26
29.4.2009
haldin á Gljúfrasteini 23. apríl 2009
Forseti Íslands, þýðendur og aðrir viðstaddir.
Líta má á bókarkápu sem hurð; þegar þú opnar bókina uppljúkast dyr að heimi sem lýtur sínum eigin lögmálum og sem lesandi leggur þú af stað í ferðalag sem þegar vel tekst til færir þér nýja reynslu og nýja þekkingu, í viðbót við þá nautn sem það er í sjálfu sér að verja tíma sínum innan bókaspjaldanna í næði og njóta textans. Þegar um er að ræða erlendar bækur er reynslan oft þeim mun magnaðri þar sem að í þeim opnast okkur veröld sem getur verið bæði framandi og heillandi í senn og lesturinn getur fært okkur spönn nær því að skilja flókinn heim, á hátt sem nútímafjölmiðlun – þrátt fyrir alla sína tækni – er allsendis ófær um að gera.
|
|
18.6.2012 20:08:17
23.4.2009
- fyrir bókina Apakóngur á Silkiveginum
Íslensku þýðingaverðlaunin árið 2009 voru afhent á Gljúfrasteini í fimmta sinn í dag. Að þessu sinni hlaut Hjörleifur Sveinbjörnsson verðlaunin fyrir þýðingu sína Apakóngur á Silkiveginum, sýnisbók kínverskrar frásagnarlistar frá fyrri öldum. JPV er útgefandi að hinu veglega verki og fagra prentgrip. Dómnefnd skipuðu þær Soffía Auður Birgisdóttir, formaður, Sigríður Harðardóttir og Marta Guðrún Jóhannesdóttir. |
|
13.6.2012 21:22:05
23.4.2008
Hér má lesa þakkarræðu Eiríks Arnar Norðdahls sem móðir hans, Herdís Hübner, flutti er hún veitti verðlaununum viðtöku í dag. |
|
13.6.2012 21:19:27
23.4.2008
Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, veitti í dag Eiríki Erni Norðdahl Íslensku þýðingarverðlaunin við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini. Eiríkur Örn er staddur í New York en móðir hans, Herdís M. Hübner, tók við verðlaununum fyrir hans hönd. - Hér má lesa erindi Silju Aðalsteinsdóttur, formanns dómnefndar. |
|
13.6.2012 19:58:59
23.4.2007
Íslensku þýðingaverðlaunin voru veitt í þriðja sinn á Gljúfrasteini í dag. Í þetta skipti komu þau í hlut Silju Aðalsteinsdóttur fyrir framúrskarandi þýðingu á bókinni Wuthering Heights eftir Emily Brontë sem bókaforlagið Bjartur gaf út. Það var forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í dag. Dómnefnd komst að þeirri niðurstöðu að Silja Aðalsteinsdóttir skyldi hljóta Íslensku þýðingaverðlaunin árið 2007 fyrir að vekja Wuthering Heights til lífs á ný í íslenskum samtíma. |
|
13.6.2012 16:23:18
23.4.2006
Hr. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti Rúnari Helga Vignissyni íslensku þýðingaverðlaunin á Gljúfrasteini í dag.
En Rúnar Helgi hlaut verðlaunin fyrir bókina Barndómur eftir J. M Coetzee sem Bjartur gaf út á síðasta ári. Bandalag þýðenda og túlka stendur fyrir íslensku þýðingaverðlaununum og er þetta í annað sinn sem þau eru veitt. Þá var Sigurður A. Magnússon kjörinn fyrsti heiðursfélagi Bandalags þýðenda og túlka á aðalfundi á síðasta ári.
Hér má lesa álit dómnefndar í heild sinni...
|
|